Marvel-ofurhetjur á leið til Íslands? Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2015 19:59 Scarlett Johanson, Chris Evans og Jeremy Renner leika öll í myndinni. Vísir/Getty Captain America: Civil War verður full af stórstjörnum og einhverjir þeirra eru á leið til Íslands því hún verður að hluta til tekin upp hér. Samkvæmt Marvel, fyrirtækinu sem á höfundaréttinn á hinum ýmsu ofurhetjum úr myndasögum, verður kvikmyndin frumsýnd 6. maí 2016. Því má búast við kvikmyndateymi hingað í sumar eða haust. Captain America: Civil War er þriðja myndin um ofurhetjuna Kafteinn Ameríka og verða talsvert margar ofurhetjur honum við hlið, eða á móti hetjunni, í myndinni. Þar má nefna auk Chris Evans sem leikur Captain America, Robert Downey Jr. snýr aftur sem sem Járnmaðurinn, Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan, Sebastian Stan sem Bucky Barnes, Anthony Mackie sem Falcon, Paul Bettany sem The Vision eða Sjáandinn, Jeremy Renner sem Clint Barton, Don Cheadle sem Jim Rhodes og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff. Þá mun leikarinn Paul Rudd koma fram í myndinni sem Mauramaðurinn en hans fyrsta mynd í því hlutverki verður frumsýnd núna í júlí. Þá eru ekki allir upptaldir því til viðbótar leika í myndinni Daniel Bruhl, Martin Sheen, Chadwick Boseman og Frank Grillo. Myndin mun byrja þar sem fyrri myndin, Avengers: Age of Ultron, endaði. Þar leiðir Steve Rogers nýjan hóp liðsmanna Avengers í eilífri tilraun sinni til að bjarga mannkyninu. Avengers: Age of Ultron var frumsýnd 1. maí síðastliðinn og stökk þá í annað sætið yfir stærstu opnunarhelgi á kvikmynd fyrr og síðar. Captain America kom fyrst fram árið 1941 hjá Marvel en fjölmargar ofurhetjur hafa fæðst hjá fyrirtækinu ef svo má að orði komast. Þar má nefna Hinn ógurlega Hulk og Járnmanninn. Myndin verður ekki einvörðungu tekin upp hér á landi heldur eru höfuðstöðvarnar í Atlanta Georgíu. Auk þess verður myndin tekin upp í Þýskalandi og Púertó Ríkó. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Captain America: Civil War verður full af stórstjörnum og einhverjir þeirra eru á leið til Íslands því hún verður að hluta til tekin upp hér. Samkvæmt Marvel, fyrirtækinu sem á höfundaréttinn á hinum ýmsu ofurhetjum úr myndasögum, verður kvikmyndin frumsýnd 6. maí 2016. Því má búast við kvikmyndateymi hingað í sumar eða haust. Captain America: Civil War er þriðja myndin um ofurhetjuna Kafteinn Ameríka og verða talsvert margar ofurhetjur honum við hlið, eða á móti hetjunni, í myndinni. Þar má nefna auk Chris Evans sem leikur Captain America, Robert Downey Jr. snýr aftur sem sem Járnmaðurinn, Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan, Sebastian Stan sem Bucky Barnes, Anthony Mackie sem Falcon, Paul Bettany sem The Vision eða Sjáandinn, Jeremy Renner sem Clint Barton, Don Cheadle sem Jim Rhodes og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff. Þá mun leikarinn Paul Rudd koma fram í myndinni sem Mauramaðurinn en hans fyrsta mynd í því hlutverki verður frumsýnd núna í júlí. Þá eru ekki allir upptaldir því til viðbótar leika í myndinni Daniel Bruhl, Martin Sheen, Chadwick Boseman og Frank Grillo. Myndin mun byrja þar sem fyrri myndin, Avengers: Age of Ultron, endaði. Þar leiðir Steve Rogers nýjan hóp liðsmanna Avengers í eilífri tilraun sinni til að bjarga mannkyninu. Avengers: Age of Ultron var frumsýnd 1. maí síðastliðinn og stökk þá í annað sætið yfir stærstu opnunarhelgi á kvikmynd fyrr og síðar. Captain America kom fyrst fram árið 1941 hjá Marvel en fjölmargar ofurhetjur hafa fæðst hjá fyrirtækinu ef svo má að orði komast. Þar má nefna Hinn ógurlega Hulk og Járnmanninn. Myndin verður ekki einvörðungu tekin upp hér á landi heldur eru höfuðstöðvarnar í Atlanta Georgíu. Auk þess verður myndin tekin upp í Þýskalandi og Púertó Ríkó.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira