„Ég fer fáklæddari í sund“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2015 15:07 Úr myndbandinu við Heart Beat. myndir/bergljót arnalds „Þetta gekk vonum framar,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds en í vikunni frumsýndi hún tónlistarmyndband við lag sitt Heart Beat hér á Vísi og náði að safna fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Hún stefndi að því að safna þrjúþúsund evrum en þegar upp var staðið höfðu 3.750 evrur safnast. „Það var leyndur aðdáandi sem lokaði söfnuninni en svo hélt þetta bara áfram. Dísa í World Class keypti til að mynda einkatónleika með mér og tveir keyptu næstdýrasta möguleikann sem var sérhannaður trefill eftir mig auk plötunnar. Þegar upp var staðið hafði ég safnað 125% af upphæðinni sem stefnt var að,“ segir Bergljót og er augljóslega í skýjunum. Myndbandið við Heart Beat var frumsýnt á Vísi og áður en langt um leið höfðu aðrir miðlar einnig fjallað um málið. Á öðrum miðlum var talsvert gert úr klæðaburði hennar og stillur úr myndbandinu valdar vandlega. „Mbl.is þýddi meðal annars fréttina þar sem fyrirsögnin var „Icelandic songstress makes love to the landscape.“ Ég kippi mér ekki upp við þetta. Ég fer til að mynda fáklæddari í sund.“ Á fáum dögum horfðu yfir tíuþúsund manns á myndbandið inn á Vimeo og Bergljót segir að viðbrögðin hafi verið góð. „Þetta virðist hafa verið miklu stærri menningarviðburður en ég gerði mér grein fyrir. Önnur myndbönd mín hafa ekki fengið svona mikla athygli. Flestir segja að þeim hafi fundist lagið gott, öðrum líkaði myndbandið og enn öðrum fannst bæði gott.“ Bergljót gaf sér upphaflega eitt ár til þess að koma plötunni út en eftir mikinn áhuga og styrkveitingarnar íhugar hún að koma henni fyrr frá sér. „Mig langar að koma henni fyrr út en fyrst og fremst vil ég að senda frá mér gott efni. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið skiptir í raun miklu meira máli en peningurinn sem safnaðist. Þetta hefur verið mjög jákvætt að finna þennan meðbyr,“ segir Bergljót að lokum. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds en í vikunni frumsýndi hún tónlistarmyndband við lag sitt Heart Beat hér á Vísi og náði að safna fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Hún stefndi að því að safna þrjúþúsund evrum en þegar upp var staðið höfðu 3.750 evrur safnast. „Það var leyndur aðdáandi sem lokaði söfnuninni en svo hélt þetta bara áfram. Dísa í World Class keypti til að mynda einkatónleika með mér og tveir keyptu næstdýrasta möguleikann sem var sérhannaður trefill eftir mig auk plötunnar. Þegar upp var staðið hafði ég safnað 125% af upphæðinni sem stefnt var að,“ segir Bergljót og er augljóslega í skýjunum. Myndbandið við Heart Beat var frumsýnt á Vísi og áður en langt um leið höfðu aðrir miðlar einnig fjallað um málið. Á öðrum miðlum var talsvert gert úr klæðaburði hennar og stillur úr myndbandinu valdar vandlega. „Mbl.is þýddi meðal annars fréttina þar sem fyrirsögnin var „Icelandic songstress makes love to the landscape.“ Ég kippi mér ekki upp við þetta. Ég fer til að mynda fáklæddari í sund.“ Á fáum dögum horfðu yfir tíuþúsund manns á myndbandið inn á Vimeo og Bergljót segir að viðbrögðin hafi verið góð. „Þetta virðist hafa verið miklu stærri menningarviðburður en ég gerði mér grein fyrir. Önnur myndbönd mín hafa ekki fengið svona mikla athygli. Flestir segja að þeim hafi fundist lagið gott, öðrum líkaði myndbandið og enn öðrum fannst bæði gott.“ Bergljót gaf sér upphaflega eitt ár til þess að koma plötunni út en eftir mikinn áhuga og styrkveitingarnar íhugar hún að koma henni fyrr frá sér. „Mig langar að koma henni fyrr út en fyrst og fremst vil ég að senda frá mér gott efni. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið skiptir í raun miklu meira máli en peningurinn sem safnaðist. Þetta hefur verið mjög jákvætt að finna þennan meðbyr,“ segir Bergljót að lokum.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira