Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2015 13:00 Jóhannes Hinriksson með eina af stórbleikjum vorsins úr Varmá Nú er alltaf að komast meiri kraftur í vorveiðina og má segja að hún verði kominn í fullt start á morgun þegar mörg vötn opna fyrir veiðimönnum. Við hjá Veiðivísi ætlum að halda aðeins upp á það með því að fara í smá Facebook leik með lesendum okkar. Við erum á facebook sem Veiðivísir og það sem þú þarft að gera til að taka þátt í leiknum er að líka við síðuna (like) og deila henni (share). Það er allt og sumt til að koma þér í pottinn hjá okkur. Við drögum út 7. maí og í verðaun eru tvær stangir í Varmá þann 12. maí svo þarna gætu fjórir veiðifélagar átt góðann dag í ánni sem gerir ekki annað en að skila stórbleikjum og flottum sjóbirtingum á land í vor og það sem besta er að framundan er frábær tími í ánni. Við minnum líka á að frá og með 1. maí byrjum við að draga vikulega út úr innsendum fréttum til okkar og fær hver frétt hverrar viku Veiðikortið í verðlaun. Með öllum innsendum fréttum þarf að fylgja mynd, smá frásögn af veiðinni og auðvitað upplýsingar um þann sem sendir inn fréttina, sími, netfang o.s.fr. Þið sendið póstinn ykkar á kalli@365.isGóða veiði! Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Nú er alltaf að komast meiri kraftur í vorveiðina og má segja að hún verði kominn í fullt start á morgun þegar mörg vötn opna fyrir veiðimönnum. Við hjá Veiðivísi ætlum að halda aðeins upp á það með því að fara í smá Facebook leik með lesendum okkar. Við erum á facebook sem Veiðivísir og það sem þú þarft að gera til að taka þátt í leiknum er að líka við síðuna (like) og deila henni (share). Það er allt og sumt til að koma þér í pottinn hjá okkur. Við drögum út 7. maí og í verðaun eru tvær stangir í Varmá þann 12. maí svo þarna gætu fjórir veiðifélagar átt góðann dag í ánni sem gerir ekki annað en að skila stórbleikjum og flottum sjóbirtingum á land í vor og það sem besta er að framundan er frábær tími í ánni. Við minnum líka á að frá og með 1. maí byrjum við að draga vikulega út úr innsendum fréttum til okkar og fær hver frétt hverrar viku Veiðikortið í verðlaun. Með öllum innsendum fréttum þarf að fylgja mynd, smá frásögn af veiðinni og auðvitað upplýsingar um þann sem sendir inn fréttina, sími, netfang o.s.fr. Þið sendið póstinn ykkar á kalli@365.isGóða veiði!
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði