Volkswagen C Coupe GTE í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 09:28 Volkswagen C Coupe GTE. Autoblog Volkswagen kynnir nú nýjan bíl á bílasýningunni í Shanghai, en hún hófst í dag. Þessi bíll er hugsaður fyrir Kínamarkað og því er að sjálfsögðu hugsað mest fyrir því að pláss fyrir aftursætisfarþega sé sem best úr garði gert, en efnuðum Kínverjum er tamt að láta aðra keyra fyrir sig. Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum. Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra. Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega í Volkswagen C Coupe GTE. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent
Volkswagen kynnir nú nýjan bíl á bílasýningunni í Shanghai, en hún hófst í dag. Þessi bíll er hugsaður fyrir Kínamarkað og því er að sjálfsögðu hugsað mest fyrir því að pláss fyrir aftursætisfarþega sé sem best úr garði gert, en efnuðum Kínverjum er tamt að láta aðra keyra fyrir sig. Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum. Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra. Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega í Volkswagen C Coupe GTE.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent