Brúará er komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2015 10:50 60 sm bleikja í fanginu á Árna eftir löndun Mynd: Árni Kristinn Skúlason Þrátt fyrir kulda og vosbúð fjölmenna veiðimenn við ár og vötn þessa dagana til að freista þess að setja í þennan stóra hvar sem hann er að finna. Brúará er ein af þessum ám sem þarf að eyða smá tíma til að kynnast en þau kynni eru líka alltaf góð enda er mikið af bleikju í ánni og hún verður oft mjög væn. Við höfum fengið fínar fréttir úr ánni frá opnun þar sem veiðimenn hafa fengið allt að 9 bleikjur yfir daginn og það sem meira er, hún virðist koma vel undan vetri og er feit og falleg. Árni Kristinn Skúlason var við veiðar í ánni í gær og það verður ekki annað sagt en að honum hafi gengið vel. "Ég var kominn upp að Dynjanda rétt um klukkan tvö, það var kalt en sólin skein. Ég setti Ölmu Rún undir og stangarlengd af taum. Eftir fimm mínútur fékk ég strax fisk, urriða sem var rétt um pundið en ég tók mynd af honum og sleppti honum síðan." Sagði Árni í samtali í Veiðivísi í morgun. "Eftir það færði ég mig töluvert langt fyrir ofan foss. Þá byrjaði gamanið, í öðru kasti setti ég í fisk og landaði. Fyrsta bleikjan mín á árinu og reyndist hún 60cm. Tók mynd og sleppti henni. Eftir það færði eg mig um 30m ofar og tók fiskur strax þar. Það var 51cm bleikja sem eg sleppti strax eftir myndatöku. ég hvet alla sem eiga leið i Brúará að sleppa allri stórri bleikju." bætir þessi knái veiðimaður við. Stangveiði Mest lesið Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Metdagur í Eystri Rangá Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði 15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði
Þrátt fyrir kulda og vosbúð fjölmenna veiðimenn við ár og vötn þessa dagana til að freista þess að setja í þennan stóra hvar sem hann er að finna. Brúará er ein af þessum ám sem þarf að eyða smá tíma til að kynnast en þau kynni eru líka alltaf góð enda er mikið af bleikju í ánni og hún verður oft mjög væn. Við höfum fengið fínar fréttir úr ánni frá opnun þar sem veiðimenn hafa fengið allt að 9 bleikjur yfir daginn og það sem meira er, hún virðist koma vel undan vetri og er feit og falleg. Árni Kristinn Skúlason var við veiðar í ánni í gær og það verður ekki annað sagt en að honum hafi gengið vel. "Ég var kominn upp að Dynjanda rétt um klukkan tvö, það var kalt en sólin skein. Ég setti Ölmu Rún undir og stangarlengd af taum. Eftir fimm mínútur fékk ég strax fisk, urriða sem var rétt um pundið en ég tók mynd af honum og sleppti honum síðan." Sagði Árni í samtali í Veiðivísi í morgun. "Eftir það færði ég mig töluvert langt fyrir ofan foss. Þá byrjaði gamanið, í öðru kasti setti ég í fisk og landaði. Fyrsta bleikjan mín á árinu og reyndist hún 60cm. Tók mynd og sleppti henni. Eftir það færði eg mig um 30m ofar og tók fiskur strax þar. Það var 51cm bleikja sem eg sleppti strax eftir myndatöku. ég hvet alla sem eiga leið i Brúará að sleppa allri stórri bleikju." bætir þessi knái veiðimaður við.
Stangveiði Mest lesið Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Metdagur í Eystri Rangá Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði 15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði