Stóra vatnaopnunin er á föstudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2015 14:42 Bleikja sem tók Krókinn í fyrra í Úlfljótsvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Stóri dagurinn í vatnaveiðinni var alltaf 1. maí en þá opnuðu vötnin fyrir veiðimönnum en síðustu ár hafa þó nokkur vötn opnað fyrr. Þingvallavatn, Elliðavatn og Meðalfellsvatn hafa þegar verið opinn í nokkra daga en flest vötnin opna núna á föstudaginn 1. maí. Vötn á láglendi norðanlands eru mörg hver ennþá ísi lögð og ljóst að veiði þar mun ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir eina eða tvær vikur. Hálendisvötnin opna síðan í júní sem fyrr og víst er að margir bíða spenntir eftir því enda fer þeim fjölgandi sem leggja stund á veiðar á vatnasvæðum eins og Skagaheiði, Veiðivötnum og Arnarvatnsheiði. Nokkur af þeim vötnum sem opna 1. maí eru t.d. þessi sem eru hluti af Veiðikortinu, Vötnin á Melrakkasléttu, Haugatjarnir í Skriðdal, Haukadalsvatn , Vötnin í Breiðdal, Mjóavatn og Kleifarvatn, Láxárvatn í Dölum, Sléttuhlíðarvatn , Sænautavatn, Úlfljótsvatn og Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Stóri dagurinn í vatnaveiðinni var alltaf 1. maí en þá opnuðu vötnin fyrir veiðimönnum en síðustu ár hafa þó nokkur vötn opnað fyrr. Þingvallavatn, Elliðavatn og Meðalfellsvatn hafa þegar verið opinn í nokkra daga en flest vötnin opna núna á föstudaginn 1. maí. Vötn á láglendi norðanlands eru mörg hver ennþá ísi lögð og ljóst að veiði þar mun ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir eina eða tvær vikur. Hálendisvötnin opna síðan í júní sem fyrr og víst er að margir bíða spenntir eftir því enda fer þeim fjölgandi sem leggja stund á veiðar á vatnasvæðum eins og Skagaheiði, Veiðivötnum og Arnarvatnsheiði. Nokkur af þeim vötnum sem opna 1. maí eru t.d. þessi sem eru hluti af Veiðikortinu, Vötnin á Melrakkasléttu, Haugatjarnir í Skriðdal, Haukadalsvatn , Vötnin í Breiðdal, Mjóavatn og Kleifarvatn, Láxárvatn í Dölum, Sléttuhlíðarvatn , Sænautavatn, Úlfljótsvatn og Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði