Þriggja sætaraða Range Rover Evoque Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 10:33 Range Rover Evoque. Minnsti bíll Range Rover, Evoque, verður brátt hægt að fá í ekki svo smávaxinni útgáfu, en markaðssetning hans er plönuð seint á næsta ári. Þessi lengri útgáfa Evoque verður byggður á sama undirvagni og komandi Jaguar F-Page jeppi og fær nafnið Range Rover Evoque Plus. Þessi bíll verður þó ekki stærri en Range Rover Sport, en liggur á milli hans og núverandi gerðar Evoque. Range Rover Evoque Plus á sem fyrr að verða á viðráðanlegu verði og ekki vera eins sportlegur í hegðun og Range Rover Sport og talsvert ódýrari. Range Rover Evoque Plus mun fá hinar nýju Ingenium bensín- og dísilvélar Jaguar/Land Rover, en þær mun fyrst sjást í Jaguar XE og XF bílunum. Núverandi Range Rover Evoque kostar nú 42.095 dollara í Bandaríkjunum, en Range Rover Evoque Plus verður líklega á bilinu 60.000 til 90.000 dollarar, eftir vélargerð. Með tilkomu Range Rover Evoque Plus fjölgar þeim bílgerðum Land Rover fyrirtækisins sem höfða á meira til almennings en hinir dýru Range Rover og Range Rover Sport bílar og með því hyggst fyrirtækið fjölga mögulegum kaupendum. Á næsta ári mun Range Rover Evoque einnig fást sem blæjubíll, en næsta kynslóð Evoque er sett á árið 2019. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent
Minnsti bíll Range Rover, Evoque, verður brátt hægt að fá í ekki svo smávaxinni útgáfu, en markaðssetning hans er plönuð seint á næsta ári. Þessi lengri útgáfa Evoque verður byggður á sama undirvagni og komandi Jaguar F-Page jeppi og fær nafnið Range Rover Evoque Plus. Þessi bíll verður þó ekki stærri en Range Rover Sport, en liggur á milli hans og núverandi gerðar Evoque. Range Rover Evoque Plus á sem fyrr að verða á viðráðanlegu verði og ekki vera eins sportlegur í hegðun og Range Rover Sport og talsvert ódýrari. Range Rover Evoque Plus mun fá hinar nýju Ingenium bensín- og dísilvélar Jaguar/Land Rover, en þær mun fyrst sjást í Jaguar XE og XF bílunum. Núverandi Range Rover Evoque kostar nú 42.095 dollara í Bandaríkjunum, en Range Rover Evoque Plus verður líklega á bilinu 60.000 til 90.000 dollarar, eftir vélargerð. Með tilkomu Range Rover Evoque Plus fjölgar þeim bílgerðum Land Rover fyrirtækisins sem höfða á meira til almennings en hinir dýru Range Rover og Range Rover Sport bílar og með því hyggst fyrirtækið fjölga mögulegum kaupendum. Á næsta ári mun Range Rover Evoque einnig fást sem blæjubíll, en næsta kynslóð Evoque er sett á árið 2019.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent