Kia framleitt 2 milljónir bíla í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 12:02 Bíll númer 2.000.000 tilbúinn frá verksmiðjunni í Slóvakíu. Kia Motors fagnaði merkilegum áfanga á dögunum en suður-kóreski bílframleiðandinn hefur framleitt 2 milljónir bíla í Evrópu síðan verksmiðja Kia var opnuð í Zilina í Slóvakíu árið 2006. Tveggja milljónasti Kia bíllinn kom af færibandinu í hinni hátæknivæddu verksmiðju í Zilina á dögunum og var um að ræða kraftmikinn Kia pro cee’d GT sem var á leiðinni til kaupanda í Belgíu. Verksmiðjan í Zilina framleiðir Kia bíla fyrir Evrópumarkað og hefur hún átt fullt í fangi með að anna eftirspurn undanfarin misseri. Kia framleiddi alls 323.000 bíla í Slóvakíu á síðasta ári og 493.000 vélar. ,,Þessi sterka staða fyrirtækisins í framleiðslu og sú mikla eftirspurn sem er eftir Kia bílum á Evrópumarkaði sem og á öllum helstu markaðssvæðum heims sýnir svo ekki verður um villst að þeir séu að slá í gegn um allan heim. Þarna spilar margt inní, lagleg hönnun, gæði, öryggi og sparneytni. Þá er 7 ára verksmiðjuábyrgð á öllum nýjum Kia bílum sem er lengsta verskmiðjuábyrgð sem nokkur bílaframleiðandi í heiminum býður upp á,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent
Kia Motors fagnaði merkilegum áfanga á dögunum en suður-kóreski bílframleiðandinn hefur framleitt 2 milljónir bíla í Evrópu síðan verksmiðja Kia var opnuð í Zilina í Slóvakíu árið 2006. Tveggja milljónasti Kia bíllinn kom af færibandinu í hinni hátæknivæddu verksmiðju í Zilina á dögunum og var um að ræða kraftmikinn Kia pro cee’d GT sem var á leiðinni til kaupanda í Belgíu. Verksmiðjan í Zilina framleiðir Kia bíla fyrir Evrópumarkað og hefur hún átt fullt í fangi með að anna eftirspurn undanfarin misseri. Kia framleiddi alls 323.000 bíla í Slóvakíu á síðasta ári og 493.000 vélar. ,,Þessi sterka staða fyrirtækisins í framleiðslu og sú mikla eftirspurn sem er eftir Kia bílum á Evrópumarkaði sem og á öllum helstu markaðssvæðum heims sýnir svo ekki verður um villst að þeir séu að slá í gegn um allan heim. Þarna spilar margt inní, lagleg hönnun, gæði, öryggi og sparneytni. Þá er 7 ára verksmiðjuábyrgð á öllum nýjum Kia bílum sem er lengsta verskmiðjuábyrgð sem nokkur bílaframleiðandi í heiminum býður upp á,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent