Engin hraðatakmörk á 204 km vegi í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 15:44 Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent