Hugsanlegur eftirmaður Jeremy Clarkson fær morðhótanir Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 16:48 Sue Perkins vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent