Hugsanlegur eftirmaður Jeremy Clarkson fær morðhótanir Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 16:48 Sue Perkins vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent
Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent