Sala Volkswagen minnkaði í mars Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 09:20 Afar misjafnt gengi var á hinum ýmsu mörkuðum í sölu Volkswagen bíla. Þrátt fyrir væna aukningu í bílasölu víðast hvar í Evrópu í síðasta mánuði var sala Volkswagen minni en í sama mánuði í fyrra. Volkswagen seldi 558.600 bíla í mars og minnkaði salan um 1% frá 2014. Það sem helst veldur þessari minnkun er snarminnkandi sala í Rússlandi, en einnig í Brasilíu og fleiri löndum S-Ameríku. Í þessum heimshlutum er efnahagsástand bágt og það lýsir sér vel í bílasölu. Í raun gekk Volkswagen vel að selja bíla í stærstum hluta Evrópu í mars, en 5,5% vöxtur var í vesturhluta álfunnar og salan jókst um heil 8,3% í Þýskalandi. Hinsvegar vegur það mikið á móti að salan hrundi um 47% í Rússlandi, 18% í Brasilíu og 9% í Bandaríkjunum. Vega þessir stóru markaðir mikið í heildarsölunni. Á fyrsta ársfjórðungi minnkaði heildarsala Volkswagen um 1,3% og seldi Volkswagen 1,48 milljónir bíla á þessum þremur mánuðum. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent
Þrátt fyrir væna aukningu í bílasölu víðast hvar í Evrópu í síðasta mánuði var sala Volkswagen minni en í sama mánuði í fyrra. Volkswagen seldi 558.600 bíla í mars og minnkaði salan um 1% frá 2014. Það sem helst veldur þessari minnkun er snarminnkandi sala í Rússlandi, en einnig í Brasilíu og fleiri löndum S-Ameríku. Í þessum heimshlutum er efnahagsástand bágt og það lýsir sér vel í bílasölu. Í raun gekk Volkswagen vel að selja bíla í stærstum hluta Evrópu í mars, en 5,5% vöxtur var í vesturhluta álfunnar og salan jókst um heil 8,3% í Þýskalandi. Hinsvegar vegur það mikið á móti að salan hrundi um 47% í Rússlandi, 18% í Brasilíu og 9% í Bandaríkjunum. Vega þessir stóru markaðir mikið í heildarsölunni. Á fyrsta ársfjórðungi minnkaði heildarsala Volkswagen um 1,3% og seldi Volkswagen 1,48 milljónir bíla á þessum þremur mánuðum.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent