Mögnuð innrétting Volvo XC90 Excellence Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 09:43 Ekki í kot vísað í aftursætunum. Í hinum nýútkomna XC90 jeppa Volvo er yfirgengilega flott innrétting sem hæft gæti hvaða þjóðarleiðtoga sem er. Aftursætin í Excellent útgáfu bílsins eru bara tvö og þar ætti að fara vel um farþega með vænu plássi milli þeirra tveggja sem þar sitja, borði sem reisa má upp á milli sætanna fyrir veitingar eða vinnuaðstöðu. Sætin er með nuddi og úr stórglæsilegu leðri og viðarinnleggingar víða í innréttingunni færa bílinn á konunglegt stig. Þessi úgáfa XC90 bílsins er sérstaklega beint að Kínamarkaði, en þar er til siðs að eigendur lúxusbíla láti aka sér og þá þarf að fara vel um farþega í aftursætinu. Stórir afþreyingarskjáir eru festir aftan á höfuðpúða framsætanna svo aftursætisfarþegum leiðist nú ekki er þeim er ekið á milli staða, en þá má einnig nota sem tölvuskjái ef vinnan kallar. Glös úr sænskum kristal fylgir svo innréttingunni svo að ekki sé nú slorlegt að væta kverkarnar á ferð. Hljóðkerfið í bílnum er heldur ekkert slor, eða 20 hátalara Bowers and Wilkinson hljómleikahöll.Svona líta herlegheitin út séð ofan frá.Viðarinnleggingar og glös úr sænskum kristal. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent
Í hinum nýútkomna XC90 jeppa Volvo er yfirgengilega flott innrétting sem hæft gæti hvaða þjóðarleiðtoga sem er. Aftursætin í Excellent útgáfu bílsins eru bara tvö og þar ætti að fara vel um farþega með vænu plássi milli þeirra tveggja sem þar sitja, borði sem reisa má upp á milli sætanna fyrir veitingar eða vinnuaðstöðu. Sætin er með nuddi og úr stórglæsilegu leðri og viðarinnleggingar víða í innréttingunni færa bílinn á konunglegt stig. Þessi úgáfa XC90 bílsins er sérstaklega beint að Kínamarkaði, en þar er til siðs að eigendur lúxusbíla láti aka sér og þá þarf að fara vel um farþega í aftursætinu. Stórir afþreyingarskjáir eru festir aftan á höfuðpúða framsætanna svo aftursætisfarþegum leiðist nú ekki er þeim er ekið á milli staða, en þá má einnig nota sem tölvuskjái ef vinnan kallar. Glös úr sænskum kristal fylgir svo innréttingunni svo að ekki sé nú slorlegt að væta kverkarnar á ferð. Hljóðkerfið í bílnum er heldur ekkert slor, eða 20 hátalara Bowers and Wilkinson hljómleikahöll.Svona líta herlegheitin út séð ofan frá.Viðarinnleggingar og glös úr sænskum kristal.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent