Sport

„Tæki mig minna en 30 sekúndur að drepa Mayweather“

Conor McGregor.
Conor McGregor. vísir/getty
Írinn Conor McGregor er í áhugaverðu viðtali við Esquire þar sem hann fer um víðan völl.

Conor er gríðarlega höggþungur bardagamaður og fáir, ef einhver, sem þola höggin hans. Hann vill þó ekki vera þekktur fyrir það eitt enda kann hann meira fyrir sér í búrinu en að kýla.

„Ég lít ekki á mann sem er góður í einhverju einu sem sérfræðing. Ég lít á hann sem nýliða á tíu öðrum sviðum," sagði McGregor.

„Ef þú ert góður boxari hvað gerist þá ef ég tek utan um fótinn á þér? Ef ég væri settur í búrið með besta boxara heims, Floyd Mayweather, þá myndi ég drepa hann á undir 30 sekúndum. Það tæki mig minna en 30 sekúndur að vefja mig utan um hann og kyrkja hann."

Íslandsvinurinn er mikill ruslakjaftur og hann hlær að því hversu mikið er gert úr því í fjölmiðlum.

„Ameríska orðið „trash talk" fær mig til þess að hlæja. Ég segi bara sannleikann. Ég er Íri og okkur er skítsama um tilfinningar. Við segjum bara sannleikann. Ef einhver spyr mig að einhverju þá segi ég satt. Ég hef ekkert slæmt að segja um Jose Aldo. Sannleikurinn er bara sá að hans tími er á enda," segir McGregor í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×