Leikstjóri Hrúta í skýjunum: „Hátíðin sem allir vilja komast á“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. apríl 2015 11:39 Grímur Hákonarson mynd/brynjar snær þrastarson „Þetta eru mikil gleðitíðindi, ég er hreinlega í skýjunum,“ segir leikstjórinn Grímur Hákonarson en kvikmynd hans, Hrútar, var valin til þátttöku á Cannes kvikmyndahátíðinni. Myndin tekur þátt í flokkinum Un Certain Regard en myndin er fjórða íslenska myndin sem tekur þátt í þeim flokki. „Þetta er stærsta kvikmyndahátíð í heimi. Það eru mörg þúsund myndir sem sækjast eftir því að komast á hana og að við séum valin inn í keppnina er gríðarlegur heiður fyrir okkur sem stöndum að myndinni og heiður fyrir íslenska kvikmyndagerð að eiga fulltrúa á þessari stóru hátíð,“ segir Grímur. Hann segir að það að aðstandendur myndarinnar hafi vonast eftir því að myndin yrði valin til þátttöku en alls ekki búist við því. Myndin hafi fengið ágætis móttökur erlendis frá hingað til og sénsinn hafi verið fyrir hendi. „Þetta þýðir að myndin er komin á heimskortið. Það skiptir ótrúlega miklu máli upp á dreifingu og sölumöguleika. Það hefur líka áhrif fyrir alla þá sem að myndinni koma upp á framtíðina að gera.“ Á Cannes-hátíðinni eru tveir flokkar fyrir myndir í fullri lengd, annars vera aðalflokkurinn þar sem keppt er um Gullpálmann og síðan Un Certain Regard. Síðarnefndi flokkurinn er hugsaður fyrir upprennandi leikstjóra og margir frægir leikstjórar hafa stigið sín fyrstu spor í þeim flokki. „Ætli maður neyðist ekki til að fá sér einhver föt fyrir rauða dregilinn. Það eru mjög strangar reglur þarna varðandi klæðaburð og ég hugsa að maður geti tæpast mætt í gallabuxum og lopapeysu,“ segir Grímur. Cannes-hátíðin fer fram 13.-24. maí næstkomandi og verður Hrútar heimsfrumsýnd á hátíðinni. Ekki er enn vitað hvenær myndin verður sýnd. Myndin fjallar um sauðfjárbændur sem elska kindurnar sínar en hún var að mestu leiti tekin upp í Bárðardal. „Við erum enn að vinna að því að klára myndina og nú verður allt sett á fullt í að klára það. Hún verður komin í stand fyrir hátíðina,“ segir Grímur að lokum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Þetta eru mikil gleðitíðindi, ég er hreinlega í skýjunum,“ segir leikstjórinn Grímur Hákonarson en kvikmynd hans, Hrútar, var valin til þátttöku á Cannes kvikmyndahátíðinni. Myndin tekur þátt í flokkinum Un Certain Regard en myndin er fjórða íslenska myndin sem tekur þátt í þeim flokki. „Þetta er stærsta kvikmyndahátíð í heimi. Það eru mörg þúsund myndir sem sækjast eftir því að komast á hana og að við séum valin inn í keppnina er gríðarlegur heiður fyrir okkur sem stöndum að myndinni og heiður fyrir íslenska kvikmyndagerð að eiga fulltrúa á þessari stóru hátíð,“ segir Grímur. Hann segir að það að aðstandendur myndarinnar hafi vonast eftir því að myndin yrði valin til þátttöku en alls ekki búist við því. Myndin hafi fengið ágætis móttökur erlendis frá hingað til og sénsinn hafi verið fyrir hendi. „Þetta þýðir að myndin er komin á heimskortið. Það skiptir ótrúlega miklu máli upp á dreifingu og sölumöguleika. Það hefur líka áhrif fyrir alla þá sem að myndinni koma upp á framtíðina að gera.“ Á Cannes-hátíðinni eru tveir flokkar fyrir myndir í fullri lengd, annars vera aðalflokkurinn þar sem keppt er um Gullpálmann og síðan Un Certain Regard. Síðarnefndi flokkurinn er hugsaður fyrir upprennandi leikstjóra og margir frægir leikstjórar hafa stigið sín fyrstu spor í þeim flokki. „Ætli maður neyðist ekki til að fá sér einhver föt fyrir rauða dregilinn. Það eru mjög strangar reglur þarna varðandi klæðaburð og ég hugsa að maður geti tæpast mætt í gallabuxum og lopapeysu,“ segir Grímur. Cannes-hátíðin fer fram 13.-24. maí næstkomandi og verður Hrútar heimsfrumsýnd á hátíðinni. Ekki er enn vitað hvenær myndin verður sýnd. Myndin fjallar um sauðfjárbændur sem elska kindurnar sínar en hún var að mestu leiti tekin upp í Bárðardal. „Við erum enn að vinna að því að klára myndina og nú verður allt sett á fullt í að klára það. Hún verður komin í stand fyrir hátíðina,“ segir Grímur að lokum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15