Bílar

Ökuhermir og þolakstursbíll hjá Toyota um helgina

Finnur Thorlacius skrifar
Ökuhermirinn er inní þessum Toyota GT86 bíl og hann stendur á vökvalyftum sem herma eftir réttum hreyfingum við aksturinn.
Ökuhermirinn er inní þessum Toyota GT86 bíl og hann stendur á vökvalyftum sem herma eftir réttum hreyfingum við aksturinn.
Í ár fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi. Næsti stórviðburður í tilefni afmælisins verður um helgina er viðurkenndir söluaðilar Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og Kauptúni í Garðabæ bjóða til sýningar laugardaginn 18. apríl. Sýningin verður opin frá kl. 12 – 16.

Á sýningunni verða fjölmörg afmælistilboð Toyota kynnt auk þess sem ný leið við bílakaup, Toyota FLEX verður boðin í fyrsta sinn. Toyota FLEX er ný og þægileg leið til að fá sér bíl með 24 eða 36 mánaða samningi, lágri útborgun (frá 10%) og fjölbreyttum valkostum við enda samningstímans.

Hjá Toyota Kauptúni stendur sýningin í tvo daga, laugardag og sunnudag frá kl. 12 - 16. Þar verður fullkominn ökuhermir þar sem gestir geta sest undir stýri á GT86 sportbílnum og sýnt kunnáttu sína og ökuleikni. Hermirinn er búinn sömu stjórntækjum og raunverulegur GT86 og stendur á vökvadælum sem líkja eftir hreyfingum bílsins í brautinni. THX Surround hljóðkerfi sér síðan til þess að upplifunin af hljóðinu í bílnum verður mjög raunveruleg.

Einnig verður á sýningunni hjá Toyota Kauptúni kappakstursbíllinn TS030 HYBRID sem hefur m.a. tekið þátt í Le Mans þolaksturskeppninni. 

Þessi Toyota TS030 HYBRID þolakstursbíll stendur nú á gólfinu í Toyota Kauptúni. Hann er raunverulegur keppnisbíll Toyota og hefur tekið þátt í þolakstrinum í Le Mans.





×