0,3% nýrra bíla bandarískra stjórnvalda rafmagnsbílar Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 15:14 Fögur orð sjást stundum ekki í verki. Þó svo yfirlýst stefna bandarískra stjórvalda sé að styðja við framleiðslu rafmagnsbíla vegna umhverfismála keyptu þau aðeins 512 bíla af þeim 175.122 nýjum bílum sem stjórnvöld fjárfestu í á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Á þetta bæði við um stjórnvöld einstakra fylkja og ríkisins. Það voru bílarísarnir þrír, GM, Ford og Chrysler, ásamt Toyota og Volkswagen sem bent hafa á þessa staðreynd og þykir þeim að yfirlýst stefna þeirra lýsi sér ekki í verki. Af þessum 175.122 keyptu bílum í fyrra voru 7.048 tvinnbílar, þ.e. bílar sem bæði ganga fyrir brunvélum og rafmótorum, en aðeins 512 ganga eingöngu fyrir rafmagni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur samt undirritað stefnuyfirlýsingu þess efnis að árið 2025 verði 50% af þeim bílum sem ríkið og fylkisstjórnir kaupa verði að vera rafmagnsbílar eða tvinnorkubílar. Víst eru 10 ár í það, en ekki hefst þessi stefna í verki, enn sem komið er. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent
Þó svo yfirlýst stefna bandarískra stjórvalda sé að styðja við framleiðslu rafmagnsbíla vegna umhverfismála keyptu þau aðeins 512 bíla af þeim 175.122 nýjum bílum sem stjórnvöld fjárfestu í á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Á þetta bæði við um stjórnvöld einstakra fylkja og ríkisins. Það voru bílarísarnir þrír, GM, Ford og Chrysler, ásamt Toyota og Volkswagen sem bent hafa á þessa staðreynd og þykir þeim að yfirlýst stefna þeirra lýsi sér ekki í verki. Af þessum 175.122 keyptu bílum í fyrra voru 7.048 tvinnbílar, þ.e. bílar sem bæði ganga fyrir brunvélum og rafmótorum, en aðeins 512 ganga eingöngu fyrir rafmagni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur samt undirritað stefnuyfirlýsingu þess efnis að árið 2025 verði 50% af þeim bílum sem ríkið og fylkisstjórnir kaupa verði að vera rafmagnsbílar eða tvinnorkubílar. Víst eru 10 ár í það, en ekki hefst þessi stefna í verki, enn sem komið er.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent