Mercedes lofar 10 nýjum tvinntengilbílum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 10:10 Mercedes Benz C350e á bílasýningunni í Genf. Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent
Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent