Næsta kynslóð Cruze smíðuð í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 10:05 Bílaverksmiðja Nissan í Mexíkó. General Motors ætlar að smíða næstu kynslóð Chevrolet Cruze í Mexíkó. Með því ætlar GM að nýta sér þann lága starfsmannakostnað sem þar er. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa snúið sér til Mexíkó til framleiðslu bíla sinna þar en í Mexíkó er einna lægstur kostnaður við framleiðslu bíla og nálægð Mexíkó við stóra bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada hjálpar að auki til. GM ætlar að fjárfesta fyrir 350 milljón dollara, eða 48 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Cruze verður reyndar einnig framleiddur í Ohio í Bandaríkjunum og í Gunsan í S-Kóreu fyrir markaðinn í Asíu. Toyota er einnig að fjárfesta í bílaverksmiðju í Mexíkó og Volkswagen hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 137 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður
General Motors ætlar að smíða næstu kynslóð Chevrolet Cruze í Mexíkó. Með því ætlar GM að nýta sér þann lága starfsmannakostnað sem þar er. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa snúið sér til Mexíkó til framleiðslu bíla sinna þar en í Mexíkó er einna lægstur kostnaður við framleiðslu bíla og nálægð Mexíkó við stóra bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kanada hjálpar að auki til. GM ætlar að fjárfesta fyrir 350 milljón dollara, eða 48 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó. Cruze verður reyndar einnig framleiddur í Ohio í Bandaríkjunum og í Gunsan í S-Kóreu fyrir markaðinn í Asíu. Toyota er einnig að fjárfesta í bílaverksmiðju í Mexíkó og Volkswagen hefur ákveðið að fjárfesta fyrir 137 milljarða króna í nýrri verksmiðju í Mexíkó.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður