Audi býður kaffivél fyrir bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 16:17 Ári handhæg þessi. Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent
Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent