Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Karl Lúðvíksson skrifar 17. mars 2015 12:12 Sogið geymir vænar bleikjur. Þessi er úr Ásgarði Mynd: www.lax-a.is Núna eru ekki nema tvær vikur í að veiðin fari af stað og vetursetu stangveiðimanna fer þá loksins að ljúka. Það fer að vísu mikið eftir veðri hversu margir fara í vöðlurnar á vorinn en flestir reyna þó að bleyta færi þó ekki nema aðeins til að koma veiðiskjálftanum frá. Þeir veiðimenn sem eiga eftir að finna sér eitthvað við hæfi geta farið á sölusíður veiðileyfasala og skoðað hvað er í boði og það er víst af nægu að taka. Stangaveiðifélag Reykjavíkur á til að mynda daga lausa á sínum vorveiðisvæðum sem eru Steinsmýrarvötn, Varmá og svo tvö svæði í Soginu. Varmá og Steinsmýrarvötnin hafa löngum verið vel sótt en hann er heldur fámennur hópurinn sem kíkir í Sogið svona heilt yfir sem er óskiljanlegt því þarna er oft hægt að gera fína veiði á vorin. Ekki nóg með að veiðivonin sé öllu jafna nokkuð góð þá eru veiðimenn að setja í niðurgöngulaxa, sjóbirtinga og svo auðvitað bleikjur en nokkuð algengt var að sjá 4-5 punda bleikjur í fyrravor. Bíldsfell og Ásgarður, sem nú er hjá Lax-Á, hafa yfirleitt meira sótt en Alviðran þrátt fyrir að Alviðra hafi á árum áður verið alræmd fyrir góða vorveiði en hún er lítið sótt í dag, bæði í vorveiði sem og á besta tíma. Vanir menn á svæðinu tali um breyttar aðstæður sem geri það að verkum að laxinn sérstaklegafari á hraðferð upp á Bíldsfell og Ásgarð en bleikjan sem heldur sig við Alviðru og Þrastarlund er þarna ennþá og þeir sem þekkja svæðið veiða alltaf nóg á hverju sumri. Það þarf bara að finna hana. Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði Kynningarfundur hjá Ármönnum Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði
Núna eru ekki nema tvær vikur í að veiðin fari af stað og vetursetu stangveiðimanna fer þá loksins að ljúka. Það fer að vísu mikið eftir veðri hversu margir fara í vöðlurnar á vorinn en flestir reyna þó að bleyta færi þó ekki nema aðeins til að koma veiðiskjálftanum frá. Þeir veiðimenn sem eiga eftir að finna sér eitthvað við hæfi geta farið á sölusíður veiðileyfasala og skoðað hvað er í boði og það er víst af nægu að taka. Stangaveiðifélag Reykjavíkur á til að mynda daga lausa á sínum vorveiðisvæðum sem eru Steinsmýrarvötn, Varmá og svo tvö svæði í Soginu. Varmá og Steinsmýrarvötnin hafa löngum verið vel sótt en hann er heldur fámennur hópurinn sem kíkir í Sogið svona heilt yfir sem er óskiljanlegt því þarna er oft hægt að gera fína veiði á vorin. Ekki nóg með að veiðivonin sé öllu jafna nokkuð góð þá eru veiðimenn að setja í niðurgöngulaxa, sjóbirtinga og svo auðvitað bleikjur en nokkuð algengt var að sjá 4-5 punda bleikjur í fyrravor. Bíldsfell og Ásgarður, sem nú er hjá Lax-Á, hafa yfirleitt meira sótt en Alviðran þrátt fyrir að Alviðra hafi á árum áður verið alræmd fyrir góða vorveiði en hún er lítið sótt í dag, bæði í vorveiði sem og á besta tíma. Vanir menn á svæðinu tali um breyttar aðstæður sem geri það að verkum að laxinn sérstaklegafari á hraðferð upp á Bíldsfell og Ásgarð en bleikjan sem heldur sig við Alviðru og Þrastarlund er þarna ennþá og þeir sem þekkja svæðið veiða alltaf nóg á hverju sumri. Það þarf bara að finna hana.
Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði Kynningarfundur hjá Ármönnum Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði