Leikjavísir

Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrirtækið CCP birti á EVE Fanfest í dag nýja stiklu fyrir leikinn EVE Valkyrie. Um er að ræða þriggja mínútna myndband sem tekið var upp inn í leiknum sjálfum. Stiklan var sýnd tvisvar sinnum við gífurleg fagnaðarlæti.

EVE Valkyrie var fyrst kynnt fyrir almenningi á Fanfest fyrir tveimur árum. Þá var einungis um gæluverkefni starfsmanna CCP að ræða, en móttökur þeirra sem prufuðu voru svo góðar að ákveðið var að kafa dýpra í verkefnið.

Nú er ljóst að Valkyrie verður fyrsti leikurinn sem gefinn verður út fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun og Project Morpheus gleraugu Sony.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×