e-Golf slær í gegn í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 16:00 Gríðarlegur áhugi er fyrir rafbílum í Noregi. Auk mikillar vitundarvakningar um umhverfisáhrif rafbíla eru ívilnanir vegna rafbílakaupa mjög hagstæðar, en eins og á Íslandi eru hvorki vörugjöld né virðisaukaskattur lagður á rafbíla. Einnig hefur reynsla rafbílaeigenda verið mjög góð og er því stundum haldið fram að rafbílaeigendur séu sjálfir bestu sölumenn rafbíla. Sala rafbíla í Noregi er einstök í Evrópu, en 1 af hverjum 3 rafbílum sem seldust í Evrópu á árinu 2014 voru seldir í Noregi.Á síðastliðnu ári tvöfaldaðist rafbílasalan í Noregi frá árinu á undan, en seldir voru yfir 18.000 rafbílar til einkanota. Þetta jafngildir 12,5% af heildarbílasölu ársins, en til samanburðar var hlutfall rafbíla 5,5% af seldum bílum árið 2013. Enn er þó nokkuð í land með að markmið norsku ríkisstjórnarinnar um að 20-30% hluti bílasölunnar séu rafbílar eða tvíorkubílar náist, ogþÞví má reikna með áframhaldandi mikilli áherslu næstu árin á að gera leið rafbíla greiða inn á norskan bílamarkað.Frábærar viðtökur e-Golf í NoregiÁrið 2014 varð einnig ár Volkswagen Golf Í Noregi var, en þar seldust tæplega 10.000 VW Golf, sem er tæplega 7% af öllum seldum bílum til einkanota. Hér hafði innkoma e-Golf sterk áhrif, en bíllinn hefur hlotið mjög góðar viðtökur norskra bílakaupenda. Góð sala e-Golf og e-up! varð til þess að Volkswagen var söluhæsta vörumerkið með rafbíla til einkanota á arinu 2014. Góður árangur Volkswagen heldur áfram árið 2015, en í janúar var tæplega helmingur allra seldra rafbíla e-Golf, en afhentir voru tæplega 900 e-Golf í mánuðinum. Það er því óhætt að segja að e-Golf hafi tekið væna forystu á rafbílamarkaðinum í Noregi.e-Golf kominn til ÍslandsFyrstu Volkwagen e-Golf bílarnir voru afhentir íslenskum kaupendum í síðasta mánuði. Árni Þorsteinsson sölustjóri Volkwagen hjá Heklu segir að fjölmargir hafi reynsluekið bílnum frá því að hann var kynntur á Íslandi og viðtökurnar séu afar jákvæðar. Það sem kemur fólki helst á óvart séu snerpan, hljóðlátur akstur, tæknin og þægindin í VW e-Golf. Árni telur að margar ástæður séu fyrir vinsældum e-Golf í Noregi. Bílinn byggir á 40 ára reynslu Volkswagen með Golf. Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er fullkomnlega hljóðlátur akstur í bíl með gríðarlegri snerpu og aðeins einum drifgír. Rafhlaðan í bílnum er sérlega endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss. Akstursdrægni bílsins er allt að 190 km, sem gerir e-Golf að bíl sem hentar akstursþörfum langflestra. Árni segir þetta henta Íslendingum afar vel, enda sé meðalakstur Íslendinga undir 40 km á dag. Hægt er að reynsluaka Volkswagen e-Golf og e-up! hjá Heklu og minnir Árni á að ekkert jafnist á við prófa af eigin raun. Bílar video Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent
Gríðarlegur áhugi er fyrir rafbílum í Noregi. Auk mikillar vitundarvakningar um umhverfisáhrif rafbíla eru ívilnanir vegna rafbílakaupa mjög hagstæðar, en eins og á Íslandi eru hvorki vörugjöld né virðisaukaskattur lagður á rafbíla. Einnig hefur reynsla rafbílaeigenda verið mjög góð og er því stundum haldið fram að rafbílaeigendur séu sjálfir bestu sölumenn rafbíla. Sala rafbíla í Noregi er einstök í Evrópu, en 1 af hverjum 3 rafbílum sem seldust í Evrópu á árinu 2014 voru seldir í Noregi.Á síðastliðnu ári tvöfaldaðist rafbílasalan í Noregi frá árinu á undan, en seldir voru yfir 18.000 rafbílar til einkanota. Þetta jafngildir 12,5% af heildarbílasölu ársins, en til samanburðar var hlutfall rafbíla 5,5% af seldum bílum árið 2013. Enn er þó nokkuð í land með að markmið norsku ríkisstjórnarinnar um að 20-30% hluti bílasölunnar séu rafbílar eða tvíorkubílar náist, ogþÞví má reikna með áframhaldandi mikilli áherslu næstu árin á að gera leið rafbíla greiða inn á norskan bílamarkað.Frábærar viðtökur e-Golf í NoregiÁrið 2014 varð einnig ár Volkswagen Golf Í Noregi var, en þar seldust tæplega 10.000 VW Golf, sem er tæplega 7% af öllum seldum bílum til einkanota. Hér hafði innkoma e-Golf sterk áhrif, en bíllinn hefur hlotið mjög góðar viðtökur norskra bílakaupenda. Góð sala e-Golf og e-up! varð til þess að Volkswagen var söluhæsta vörumerkið með rafbíla til einkanota á arinu 2014. Góður árangur Volkswagen heldur áfram árið 2015, en í janúar var tæplega helmingur allra seldra rafbíla e-Golf, en afhentir voru tæplega 900 e-Golf í mánuðinum. Það er því óhætt að segja að e-Golf hafi tekið væna forystu á rafbílamarkaðinum í Noregi.e-Golf kominn til ÍslandsFyrstu Volkwagen e-Golf bílarnir voru afhentir íslenskum kaupendum í síðasta mánuði. Árni Þorsteinsson sölustjóri Volkwagen hjá Heklu segir að fjölmargir hafi reynsluekið bílnum frá því að hann var kynntur á Íslandi og viðtökurnar séu afar jákvæðar. Það sem kemur fólki helst á óvart séu snerpan, hljóðlátur akstur, tæknin og þægindin í VW e-Golf. Árni telur að margar ástæður séu fyrir vinsældum e-Golf í Noregi. Bílinn byggir á 40 ára reynslu Volkswagen með Golf. Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er fullkomnlega hljóðlátur akstur í bíl með gríðarlegri snerpu og aðeins einum drifgír. Rafhlaðan í bílnum er sérlega endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss. Akstursdrægni bílsins er allt að 190 km, sem gerir e-Golf að bíl sem hentar akstursþörfum langflestra. Árni segir þetta henta Íslendingum afar vel, enda sé meðalakstur Íslendinga undir 40 km á dag. Hægt er að reynsluaka Volkswagen e-Golf og e-up! hjá Heklu og minnir Árni á að ekkert jafnist á við prófa af eigin raun.
Bílar video Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent