Fótbolti

Elín Metta skoraði tvö mörk í treyju Dóru Maríu | 30. sigur Vals í röð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elín Metta er komin í tíuna.
Elín Metta er komin í tíuna. vísir/daníel
Valur og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöllinni. Undanúrslitin fóru fram í gær. Valur öruggan sigur á Þrótti, 4-1, og KR hafði betur gegn Fylki, 1-0.

Þetta er 30. sigur Valskvenna í röð í Reykjavíkurmótinu, en þær hafa verið gjörsamlega óstöðvandi í því undanfarin ár.

Markadrottningin Elín Metta Jensen kom Val í 2-0 með mörkum á 11. og 15. mínútu áður en Eva Bergrín Ólafsdóttir minnkaði muninn á 22. mínútu.

Það vakti athygli að Elín Metta spilaði í treyju númer tíu, en Dóra María Lárusdóttir hefur spilað í tíunni í mörg ár fyrir Val. Dóra María liggur undir feldi þessa dagana og á eftir að ákveða hvort hún haldi áfram að spila fótbolta.

Málfríður Anna Eiríksson jók muninn í 3-1 fyrir Val á 45. mínútu og Hlín Eiríksdóttir innsiglaði 4-1 sigur Hlíðarendakvenna með fjórða marki liðsins á 56. mínútu.

Fylkir missti Tinnu Bjarndísi Bergþórsdóttur af velli á 53. mínútu í stöðunni 0-0 í hinum undanúrslitaleiknum og liðsmuninn nýtti KR sér.

Margrét María Hólmarsdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir vesturbæjarliðið á 79. mínútu kom skaut KR í úrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×