Honda skiptir um forstjóra Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 14:55 Takanobu Ito til vinstri og nýi forstjórinn, Takahiro Hachigo til hægri. Takanobu Ito forstjóri Honda mun stíga af þeim stól næstkomandi júní. Ákveðið hefur verið að eftirmaður hans verði Takahiro Hachigo, sem starfað hefur fyrir Honda frá því árið 1982. Hachigo hefur bæði farið fyrir þróunardeild Honda og einnig starfað fyrir Honda í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hann er því vel kunnugur starfsemi Honda um allan heim. Fráfarandi forstjórinn Ito er 62 ára og hefur starfað hjá Honda frá því árið 1978 og vann sig einnig upp í þróunardeild Honda. Það virðist því besta leiðin til að ná í forstjórastólinn hjá þessum japanska framleiðanda. Ito hefur verið forstjóri frá árinu 2009. Ito verður áfram í stjórn Honda og mun einnig starfa sem ráðgjafi fyrir Honda. Honda, og Ito í leiðinni, hefur sætt ámæli fyrir gæði Honda bíla undanfarið og víst er að nýr forstjóri mun þurfa að leggja megináherslu á að endurheimta það góða orð sem fór af Honda bílum. Undir stjórn Ito undanfarið hefur aukin áhersla verið lögð á aflmikla bíla og keppnisíþróttir. Ito kynnti aftur til sögunnar NSX bílinn og Civic Type R og endurkomu Honda í Formúlu 1. Hann hefur einnig lagt áherslu á flugvélaframleiðslu Honda með HondaJet vélum. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent
Takanobu Ito forstjóri Honda mun stíga af þeim stól næstkomandi júní. Ákveðið hefur verið að eftirmaður hans verði Takahiro Hachigo, sem starfað hefur fyrir Honda frá því árið 1982. Hachigo hefur bæði farið fyrir þróunardeild Honda og einnig starfað fyrir Honda í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hann er því vel kunnugur starfsemi Honda um allan heim. Fráfarandi forstjórinn Ito er 62 ára og hefur starfað hjá Honda frá því árið 1978 og vann sig einnig upp í þróunardeild Honda. Það virðist því besta leiðin til að ná í forstjórastólinn hjá þessum japanska framleiðanda. Ito hefur verið forstjóri frá árinu 2009. Ito verður áfram í stjórn Honda og mun einnig starfa sem ráðgjafi fyrir Honda. Honda, og Ito í leiðinni, hefur sætt ámæli fyrir gæði Honda bíla undanfarið og víst er að nýr forstjóri mun þurfa að leggja megináherslu á að endurheimta það góða orð sem fór af Honda bílum. Undir stjórn Ito undanfarið hefur aukin áhersla verið lögð á aflmikla bíla og keppnisíþróttir. Ito kynnti aftur til sögunnar NSX bílinn og Civic Type R og endurkomu Honda í Formúlu 1. Hann hefur einnig lagt áherslu á flugvélaframleiðslu Honda með HondaJet vélum.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent