Eins lítra vél frá Kia Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2015 10:02 Nýja 1,0 lítra vél Kia. Vélar fara sífellt minnkandi og fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa útbúið smærri bíla sína með vélum sem aðeins eru með 1,0 lítra sprengirými, þrjá strokka og forþjöppu. Nú hefur Kia bæst í þennan hóp framleiðenda og ætlar að bjóða slíka vél í Kia Cee´d. Vélin sú er 118 hestafla og verður í boði frá og með fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það sem veldur þeirri þróun að bílaframleiðendur smækka vélar sínar eru sífellt strangari reglur um hámarksmengun bíla. Þessar vélar eru umtalsvert eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi, þrátt fyrir svipað afl. Nýja 1,0 lítra vél Kia er sögð 10-15% eyðslugrennri en 1,6 lítra og 4 strokka vélin sem nú er í boði í Kia Cee´d. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent
Vélar fara sífellt minnkandi og fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa útbúið smærri bíla sína með vélum sem aðeins eru með 1,0 lítra sprengirými, þrjá strokka og forþjöppu. Nú hefur Kia bæst í þennan hóp framleiðenda og ætlar að bjóða slíka vél í Kia Cee´d. Vélin sú er 118 hestafla og verður í boði frá og með fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það sem veldur þeirri þróun að bílaframleiðendur smækka vélar sínar eru sífellt strangari reglur um hámarksmengun bíla. Þessar vélar eru umtalsvert eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi, þrátt fyrir svipað afl. Nýja 1,0 lítra vél Kia er sögð 10-15% eyðslugrennri en 1,6 lítra og 4 strokka vélin sem nú er í boði í Kia Cee´d.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent