Honda, Nissan og Toyota sameinast um sjálfkeyrandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2015 11:02 Japönsk yfirvöld munu leggja til fjármagn til þróunar á sjálfakandi bílum japanskra bílaframleiðenda. Þrír stærstu bílaframleiðendur Japans hafa nú sameinast um þróun sjálfakandi bíla í samstarfi við Háskóla, framleiðendur rafmagnsbúnaðar og yfirvöld í Japan. Markmiðið er að vinna eftir sömu stöðlum og hafa japönsk stjórnvöld gengið fyrir skjöldu í þessu samstarfi. Japönsk yfirvöld hafa haft áhyggjur af því að bílaframleiðendur í Þýskalandi og Bandaríkjunum, auk Apple, hafi náð forystu í þróun sjálfakandi bíla en því sé hægt að ná aftur með því að sameina þessa þrjá öflugu bílaframleiðendur Japans. Samstarfið á að hefjast fyrir alvöru í sumar og verða háskólarnir í Tokýo og Nagoya og raftækjaframleiðendurnir Hitachi og Panasonic þátttakendur í þessu verkefni, ásamt Honda, Nissan og Toyota. Fyrstu skrefin verða að staðla íhluti og hugbúnað, tryggja að búnaðurinn sé öruggur og síðan að tengja verkefnið hinu opinbera vegna innviða gatnakerfis Japans svo það verði tilbúið fyrir þessa nýju tækni. Fjárframlög frá hinu opinbera verða tryggð og munu þau útvega prófunaraðstöðu fyrir búnaðinn og verða lagðir til fjármunir að upphæð 11 milljörðum króna til þess, eitthvað sem bæði þýsk og bandarísk yfirvöld hafa þegar gert. Tækni Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent
Þrír stærstu bílaframleiðendur Japans hafa nú sameinast um þróun sjálfakandi bíla í samstarfi við Háskóla, framleiðendur rafmagnsbúnaðar og yfirvöld í Japan. Markmiðið er að vinna eftir sömu stöðlum og hafa japönsk stjórnvöld gengið fyrir skjöldu í þessu samstarfi. Japönsk yfirvöld hafa haft áhyggjur af því að bílaframleiðendur í Þýskalandi og Bandaríkjunum, auk Apple, hafi náð forystu í þróun sjálfakandi bíla en því sé hægt að ná aftur með því að sameina þessa þrjá öflugu bílaframleiðendur Japans. Samstarfið á að hefjast fyrir alvöru í sumar og verða háskólarnir í Tokýo og Nagoya og raftækjaframleiðendurnir Hitachi og Panasonic þátttakendur í þessu verkefni, ásamt Honda, Nissan og Toyota. Fyrstu skrefin verða að staðla íhluti og hugbúnað, tryggja að búnaðurinn sé öruggur og síðan að tengja verkefnið hinu opinbera vegna innviða gatnakerfis Japans svo það verði tilbúið fyrir þessa nýju tækni. Fjárframlög frá hinu opinbera verða tryggð og munu þau útvega prófunaraðstöðu fyrir búnaðinn og verða lagðir til fjármunir að upphæð 11 milljörðum króna til þess, eitthvað sem bæði þýsk og bandarísk yfirvöld hafa þegar gert.
Tækni Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent