Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Eyþór Rúnarsson skrifar 28. febrúar 2015 12:00 Vísir Eyþór Rúnarsson meistarakokkur gefur lesendum hér uppskrift að girnilegum humarrétti sem hann hristi fram úr erminni í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Rétturinn er vonum framar bragðgóður og einfaldur í gerð. Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Ólífusalsa 100 g steinlausar ólífur í olíu ½ fínt skorinn rauðlaukur 1 stk. gul paprika fínt skorin 1 msk. fínt skorið rautt chili ½ stk. hunangsmelóna (skorin í litla teninga) 2 msk. fínt skorin ítölsk steinselja 2 msk. sítrónusafi 100 ml extra virgin ólífuolía sjávarsalt hvítur pipar úr kvörn Skerið ólífurnar í fernt og setjið í skál með öllu hinu hráefninu. Smakkið til með salti og pipar. Humar og súrdeigsbrauð2 stk. fullþroskuð avókadó12 stk. pillaðir stórir humarhalar4 stk. súrdeigbrauðsneiðar½ sítrónaÓlífuolíaSjávarsaltHvítur pipar úr kvörn Skerið avókadóið í tvennt, takið steininn úr því og skafið allt innan úr því með matskeið. Setjið á disk og kreistið safann úr sítrónunni yfir avókadóið, stappið allt saman með gaffli og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið humarinn í ca. 2 mín á hvorri hlið. Penslið súrdeigsbrauðið með ólífuolíu og grillið það á grillpönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið. Kryddið brauðið með salti og pipar. Smyrjið avókadómaukinu yfir brauðið og raðið steikta humrinum ofan á brauðið og setjið ólífusalsað yfir. Eyþór Rúnarsson Grillréttir Humar Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Eyþór Rúnarsson meistarakokkur gefur lesendum hér uppskrift að girnilegum humarrétti sem hann hristi fram úr erminni í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Rétturinn er vonum framar bragðgóður og einfaldur í gerð. Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Ólífusalsa 100 g steinlausar ólífur í olíu ½ fínt skorinn rauðlaukur 1 stk. gul paprika fínt skorin 1 msk. fínt skorið rautt chili ½ stk. hunangsmelóna (skorin í litla teninga) 2 msk. fínt skorin ítölsk steinselja 2 msk. sítrónusafi 100 ml extra virgin ólífuolía sjávarsalt hvítur pipar úr kvörn Skerið ólífurnar í fernt og setjið í skál með öllu hinu hráefninu. Smakkið til með salti og pipar. Humar og súrdeigsbrauð2 stk. fullþroskuð avókadó12 stk. pillaðir stórir humarhalar4 stk. súrdeigbrauðsneiðar½ sítrónaÓlífuolíaSjávarsaltHvítur pipar úr kvörn Skerið avókadóið í tvennt, takið steininn úr því og skafið allt innan úr því með matskeið. Setjið á disk og kreistið safann úr sítrónunni yfir avókadóið, stappið allt saman með gaffli og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið humarinn í ca. 2 mín á hvorri hlið. Penslið súrdeigsbrauðið með ólífuolíu og grillið það á grillpönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið. Kryddið brauðið með salti og pipar. Smyrjið avókadómaukinu yfir brauðið og raðið steikta humrinum ofan á brauðið og setjið ólífusalsað yfir.
Eyþór Rúnarsson Grillréttir Humar Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira