Umhverfið í atriðinu er vægast sagt stórkostlegt og segir Dennis Gassner einn framleiðanda myndarinnar að takmarkið hafi verið að toppa Skyfall og þetta atriði gæfi nasaþefinn af því sem búast megi við í myndinni.
Í hlutverki Bond er leikarinn Daniel Craig og með hlutverk bondstúlknanna fara þær Monica Bellucci og Léa Seydoux. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, en hann leikstýrði einnig síðustu Bond myndnni Skyfall.
Áætlað er að myndin verði frumsýnd þann 6. nóvember 2015.