15 milljón boxer-vélar frá Subaru Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 09:08 Boxer vél frá Subaru. Subaru náði þeim áfanga í vikunni að framleiða sína fimmtán milljónustu boxervél. Boxer-vélar hafa þá sérstöðu að vera með þverstæða strokka sem liggja beint hver á móti öðrum, en ekki í V eins og algengara er. Allir bílar Subaru eru með boxer-vélar í dag svo þeim fjölgar nú ört, enda gengur Subaru mjög vel að selja bíla sína þessa dagana. Subaru setti í fyrsta skipti boxer-vél í bíl árið 1966 og var það lítil 1,0 lítra fjögurra strokka vél. Subaru fagnar ekki aðeins 15 milljón boxer vélum þessa dagana því fyrirtækið náði einnig þeim áfanga í síðasta mánuði að framleiða 14 milljónasta fjörhjóladrifsbúnaðinn í bíla sína. Subaru hóf framleiðslu þess fyrir 43 árum. Aðeins eru tveir bílaframleiðendur heims sem notast aðallega við boxer-vélar, þ.e. Subaru og Porsche og gengur báðum fyrirtækjum einkar vel þessa dagana. Því virðist sem heimsbyggðinni líki við þessar vélar, enda eru þær þekktar fyrir góða endingu og afl og þær hafa þann kost að lækka þyngdarpunkt bíla þar sem flöt hönnun þeirra heldur þunganum neðar í bílum. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent
Subaru náði þeim áfanga í vikunni að framleiða sína fimmtán milljónustu boxervél. Boxer-vélar hafa þá sérstöðu að vera með þverstæða strokka sem liggja beint hver á móti öðrum, en ekki í V eins og algengara er. Allir bílar Subaru eru með boxer-vélar í dag svo þeim fjölgar nú ört, enda gengur Subaru mjög vel að selja bíla sína þessa dagana. Subaru setti í fyrsta skipti boxer-vél í bíl árið 1966 og var það lítil 1,0 lítra fjögurra strokka vél. Subaru fagnar ekki aðeins 15 milljón boxer vélum þessa dagana því fyrirtækið náði einnig þeim áfanga í síðasta mánuði að framleiða 14 milljónasta fjörhjóladrifsbúnaðinn í bíla sína. Subaru hóf framleiðslu þess fyrir 43 árum. Aðeins eru tveir bílaframleiðendur heims sem notast aðallega við boxer-vélar, þ.e. Subaru og Porsche og gengur báðum fyrirtækjum einkar vel þessa dagana. Því virðist sem heimsbyggðinni líki við þessar vélar, enda eru þær þekktar fyrir góða endingu og afl og þær hafa þann kost að lækka þyngdarpunkt bíla þar sem flöt hönnun þeirra heldur þunganum neðar í bílum.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent