Blur tilkynnir fyrstu plötuna í tólf ár Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 14:58 Damon Albarn, söngvari Blur. Vísir/EPA Tólf ár eru síðan síðasta plata bresku sveitarinnar Blur kom út en nú er væntanlega ný plata frá Íslandsvinunum sem kemur út 27. apríl. Platan mun bera heitið The Magic Whip en sveitin tilkynnti í leiðinni að hún muni leika á tónleikum í Hyde Park í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Sveitin kynnti þessi áform sín á blaðamannafundi á kínverskum veitingastað í Lundúnum en í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu og er ár geitarinnar gengið í garð samkvæmt því. Í viðtali við breska tímaritið NME í fyrra sagði Damon Albarn, söngvari Blur, frá því að sveitin hefði hljóðritað 15 lög í Hong Kong en eitt af þeim lögum sem verða á plötunni ber heiti Pyongyang en Albarn segir það lýsa upplifun sinni þegar hann fór til Norður Kóreu.Svona mun umslag nýju plötunnar líta út.Lögin á plötunni eru eftirfarandi: Lonesome StreetNew World TowersGo OutIce Cream ManThought I Was A SpacemanI BroadcastMy Terracotta HeartThere Are Too Many Of UsGhost ShipOng OngMirrorball Blur gaf síðast út plötuna Think Tank árið 2003 en sveitin átti miklum vinsældum að fagna á tíunda áratug síðustu aldar og barðist við samlanda sína í Oasis um vinsældir. Böndin tvö voru þau allra vinsælustu á meðan Britpop-æðið stóð sem hæst en einhverjir muna kannski eftir þegar sveitirnar gáfu samtímis út smáskífur 12. ágúst árið 1995. Um var að ræða annars vegar Roll With It með Oasis og Country House með Blur. Breska tímaritið NME lýsti þessari útgáfu sem bardaga sveitana um þungavigtarbelti Britpoppsins. Blur vann þennan bardaga með því að selja 274 þúsund eintök en Oasis 216 þúsund eintök. Fór auk þess Country House í fyrsta sæti vinsældarlista en Roll With It í annað. Þó að Blur hafi unnið þennan bardaga þá átti Oasis eftir að fagna meiri velgegni í plötusölu í náinni framtíð. Oasis náði til að mynda miklum vinsældum í Bandaríkjunum með lögunum Wonderwall og Champagne Supernova og seldist önnur plata þeirra (What´s the Story) Morning Glory? í fjórum milljónum eintaka á Bretlandseyjum og þriðja mest selda plata Bretlands frá upphafi.Hér fyrir neðan má heyra eitt laganna af nýju plötunni, Go Out. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tólf ár eru síðan síðasta plata bresku sveitarinnar Blur kom út en nú er væntanlega ný plata frá Íslandsvinunum sem kemur út 27. apríl. Platan mun bera heitið The Magic Whip en sveitin tilkynnti í leiðinni að hún muni leika á tónleikum í Hyde Park í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Sveitin kynnti þessi áform sín á blaðamannafundi á kínverskum veitingastað í Lundúnum en í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu og er ár geitarinnar gengið í garð samkvæmt því. Í viðtali við breska tímaritið NME í fyrra sagði Damon Albarn, söngvari Blur, frá því að sveitin hefði hljóðritað 15 lög í Hong Kong en eitt af þeim lögum sem verða á plötunni ber heiti Pyongyang en Albarn segir það lýsa upplifun sinni þegar hann fór til Norður Kóreu.Svona mun umslag nýju plötunnar líta út.Lögin á plötunni eru eftirfarandi: Lonesome StreetNew World TowersGo OutIce Cream ManThought I Was A SpacemanI BroadcastMy Terracotta HeartThere Are Too Many Of UsGhost ShipOng OngMirrorball Blur gaf síðast út plötuna Think Tank árið 2003 en sveitin átti miklum vinsældum að fagna á tíunda áratug síðustu aldar og barðist við samlanda sína í Oasis um vinsældir. Böndin tvö voru þau allra vinsælustu á meðan Britpop-æðið stóð sem hæst en einhverjir muna kannski eftir þegar sveitirnar gáfu samtímis út smáskífur 12. ágúst árið 1995. Um var að ræða annars vegar Roll With It með Oasis og Country House með Blur. Breska tímaritið NME lýsti þessari útgáfu sem bardaga sveitana um þungavigtarbelti Britpoppsins. Blur vann þennan bardaga með því að selja 274 þúsund eintök en Oasis 216 þúsund eintök. Fór auk þess Country House í fyrsta sæti vinsældarlista en Roll With It í annað. Þó að Blur hafi unnið þennan bardaga þá átti Oasis eftir að fagna meiri velgegni í plötusölu í náinni framtíð. Oasis náði til að mynda miklum vinsældum í Bandaríkjunum með lögunum Wonderwall og Champagne Supernova og seldist önnur plata þeirra (What´s the Story) Morning Glory? í fjórum milljónum eintaka á Bretlandseyjum og þriðja mest selda plata Bretlands frá upphafi.Hér fyrir neðan má heyra eitt laganna af nýju plötunni, Go Out.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira