Golf GTD Variant í Genf Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 16:15 Volkswagen Golf GTD Variant er sportlegur og öflugur dísilbíll sem eyðir litlu. Volkswagen ætlar að kynna nýjan Golf GTD Variant á komandi bílasýningu í Genf í mars. Þarna er á ferðinni lengri útgáfan á Golf GTD sem nú fæst hér á landi. Þessi bíll er enn einn langbakurinn frá hinni stóru Volkswagen bílafjölskyldu sem státar af ríflegu afli þó hann sé nú ekkert í líkingu við bíl eins og Audi RS6, en þá fremur Skoda Octavia RS og Seat Leon ST Cupra. Golf GTD Variant verður með 181 hestafla dísilvél, eins og nafnið gefur til kynna, og sprengirými hennar er 2,0 lítrar og togið 280 Nm. Hann er 7,9 sekúndur í hundraðið og ætti því að verða ári skemmtilegur bíl, enda með stífa sportfjöðrun og stýringu. Auk þess er hann með breytta brettaumgerð frá hefbundnum Golf og nýtt grill, allt til að gera hann örlítið gæjalegri. Bíllinn stendur á 17 tommu álfelgum og þakbogarnir eru svartir. Sportsæti eru í bílnum og pedalarnir eru úr ryðfríu stáli. Eitt það athygliverðasta við þennan bíl er lág eyðsla hans þrátt fyrir gott aflið, en hún er uppgefin 4,5 lítrar. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent
Volkswagen ætlar að kynna nýjan Golf GTD Variant á komandi bílasýningu í Genf í mars. Þarna er á ferðinni lengri útgáfan á Golf GTD sem nú fæst hér á landi. Þessi bíll er enn einn langbakurinn frá hinni stóru Volkswagen bílafjölskyldu sem státar af ríflegu afli þó hann sé nú ekkert í líkingu við bíl eins og Audi RS6, en þá fremur Skoda Octavia RS og Seat Leon ST Cupra. Golf GTD Variant verður með 181 hestafla dísilvél, eins og nafnið gefur til kynna, og sprengirými hennar er 2,0 lítrar og togið 280 Nm. Hann er 7,9 sekúndur í hundraðið og ætti því að verða ári skemmtilegur bíl, enda með stífa sportfjöðrun og stýringu. Auk þess er hann með breytta brettaumgerð frá hefbundnum Golf og nýtt grill, allt til að gera hann örlítið gæjalegri. Bíllinn stendur á 17 tommu álfelgum og þakbogarnir eru svartir. Sportsæti eru í bílnum og pedalarnir eru úr ryðfríu stáli. Eitt það athygliverðasta við þennan bíl er lág eyðsla hans þrátt fyrir gott aflið, en hún er uppgefin 4,5 lítrar.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent