Frá Eurovision til Haíti: Elín Sif kemur fram ásamt LOTV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 13:14 LOTV og Elín troða upp á Café Haítí á morgun klukkan 21. Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta." Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta."
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira