Toyota með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 16:25 Toyota hagnast sem aldrei fyrr. Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent
Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent