Einar Ágúst ætlar aftur í pilsið fræga Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 18:30 Einar Ágúst Víðisson ætlar að vera í pilsinu fræga í undankeppni Eurovision. Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira