Í síðasta þætti í Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2 bjó hann til dásamlegt salat sem á við hvort sem er að sumri eða vetri til.
Grillað grasker, smámaís og paprika með möndluolíu
Grillað grænmeti
1 stk grasker (butternut)
2 box smámaís
1 stk appelsínugul paprika
1 stk rauð paprika
1 tsk reykt paprikuduft
1 tsk brodd kúmen (ristað á pönnu)
1 tsk fennelfræ (ristuð á pönnu)
1 tsk svört pipar korn
40 ml ólífuolía
1 tsk sjávarsalt
Skrælið og skerið graskerið í skífur og setjið í skál með maísnum. Skerið paprikuna líka í skífur og setjið út í skálina. Brjótið brodd kúmenið í kryddkvörn eða morteli. Setjið kryddin út í skálina ásamt ólífuolíunni og sjávarsaltinu og blandið vel saman. Látið standa yfir nótt inn í ísskáp eða í minnst 8 tíma. Hitið grillpönnu og grillið grænmetið í ca. 3 mín. á hvorri hlið. Setið í eldfast mót og setjið álpappír yfir. Látið standa þannig í 10 mín.
Möndluolía
150 gr ristaðar möndlur
100 ml ólífuolía
½ tsk laukduft
¼ tsk hvítlauksduft
¼ tsk cayanna pipar
Sjávarsalt
safi úr ½ sítrónu
Setjið allt saman í matvinnsluvél og vinnið saman í ca. 2 mín. Smakkið til með saltinu og sítrónusafanum
Salatið
1 poki blandað salat
1 plata af fetaosti
Grillaða grænmetið
Möndluolían
Setjið salatið í botninn á fatinu og raðið grillaða grænmetinu yfir. Myljið fetaostinn yfir grænmetið og dreifið möndluolíunni yfir.