Enski boltinn

Íslendingar sem eru klárir í slaginn um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá hluta af íslenska liðinu í Leifsstöð er þau lögðu af stað í ferðalagið.
Hér má sjá hluta af íslenska liðinu í Leifsstöð er þau lögðu af stað í ferðalagið. Mynd/Þórey Guðný Marinósdóttir
Íslenska taekwondolandsliðið er á leiðinni til Noregs þar sem liðið ætlar sér að verja Norðurlandameistaratitilinn í liðakeppni mótsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Tæplega 40 manna hópur keppenda, þjálfara og aðstandenda er með í förinni og mikið af íslensku keppendunum ætla sér stóra hluti á mótinu.

Nokkrir af bestu taekwondo keppendum landsins fara á mótið og meðal þeirra er Ingibjörg Erla Grétarsdóttir ,fjórfaldur Norðurlandameistari, Ástrós Brynjarsdóttir, Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Svanur Þór Mikaelsson en þau eru öll tvöfaldir Norðurlandameistarar.

Íslenska liðið hefur æft vel síðustu mánuði undir handleiðslu landsliðsþjálfara Íslands. Mótið fer fram á laugardag í öllum flokkum og það eru 25 keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×