Leikjavísir

Tölvuleikur sem líkir eftir því að setja saman IKEA-húsgöng

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Höme Improvisåtion.
Höme Improvisåtion.
Nú er kominn á á netið tölvuleikur sem gerir spilurum kleift að setja saman IKEA-húsgögn í hinum starfræna heimi.

Leikurinn heitir Home Improvisation, en með í titlinum eru skandinavískir stafir, svo þetta líti nú út fyrir að vera sænskt. Útkoman verður Höme Improvisåtion.

Hægt er að nálgast leikinn endurgjaldslaust. Hann var gerður af fjórum forriturum og tók 48 klukkustundir að gera leikinn, frá grunni.

Þeir sem hafa spilað leikinn segja hann reyna á taugarnar, alveg eins og þegar maður setur saman húsgögn frá IKEA í raunheimum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×