Notaðir bílar skiptu um hendur fyrir 17 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 10:43 Þessi Shelby Cobra fór á 670 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs. Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna. Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður
Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs. Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna. Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður