Notaðir bílar skiptu um hendur fyrir 17 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 10:43 Þessi Shelby Cobra fór á 670 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs. Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna. Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra. Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent
Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs. Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna. Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra.
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent