Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. janúar 2015 16:39 Vulnicura fer vel í fólk. Ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún var óvænt sett á iTunes í gærkvöldi. Platan situr í efsta sæti yfir þær plötur sem eru á tónlistarveitunni í þrjátíu löndum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á vefnum í sólarhring. Þetta má sjá á lista sem byggir á rauntíma upplýsingum frá iTunes. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Platan hefur fengið mjög góða dóma. Blaðamaður breska miðilsins The Guardian segir Björk hafa sett sjálfa sig og umhverfisvitund sína aftur í forgrunn með plötunni. Hann segir að þetta sé mikilvægasta plata Bjarkar síðan árið 2001 og notar sterk lýsingarorð og segir að platan sé „særð, hrá og - það mikilvægasta af öllu - mannleg." Í gagnrýni miðilsins Irish Times fær Björk fjórar stjörnur fyrir plötuna. Þar segir að Björk hafi neyðst til að gefa plötuna út snemma, en að það hafi svo sannarlega verið sigur fyrir íslensku söngkonuna. Blaðamaður MTV segir plötuna vera magnaða. Hann segir plötuna hreinlega lama hlustandann. Hann segir plötuna vera lífræna en samt svo fjarlæga. Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún var óvænt sett á iTunes í gærkvöldi. Platan situr í efsta sæti yfir þær plötur sem eru á tónlistarveitunni í þrjátíu löndum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á vefnum í sólarhring. Þetta má sjá á lista sem byggir á rauntíma upplýsingum frá iTunes. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Platan hefur fengið mjög góða dóma. Blaðamaður breska miðilsins The Guardian segir Björk hafa sett sjálfa sig og umhverfisvitund sína aftur í forgrunn með plötunni. Hann segir að þetta sé mikilvægasta plata Bjarkar síðan árið 2001 og notar sterk lýsingarorð og segir að platan sé „særð, hrá og - það mikilvægasta af öllu - mannleg." Í gagnrýni miðilsins Irish Times fær Björk fjórar stjörnur fyrir plötuna. Þar segir að Björk hafi neyðst til að gefa plötuna út snemma, en að það hafi svo sannarlega verið sigur fyrir íslensku söngkonuna. Blaðamaður MTV segir plötuna vera magnaða. Hann segir plötuna hreinlega lama hlustandann. Hann segir plötuna vera lífræna en samt svo fjarlæga.
Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira