Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 09:00 Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson eða Gaupi, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Hörður Magnússon, umsjónarmaður þáttarins, rifjaði það upp þegar Ólafur Stefánsson meiddist á æfingu á HM í Svíþjóð 2011. Þá var strax ákveðið að halda því leyndu eins lengi og mögulegt er. „Þarna kemur læknir íslenska liðsins strax eftir Tékkaleikinn og gefur það út að Aron spili ekki næsta leik. Hvernig lítur þú á þetta mál í heild sinni," spurði Hörður Gaupa. Sjá einnig:Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja eitthvað. Það var nánast allt vitlaust síðast þegar ég sagði að hann væri skyldugur að spila hefði hann heilsu til. Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök. Hann á ekki að vera gapa um þetta því þetta á að koma frá þjálfara liðsins," sagði Gaupi. „Þjálfarinn á að segja að leikmaðurinn sé ekki klár. Ekki læknirinn því hann hefur ekkert með þetta að gera. Það var einhver feluleikur með þetta en við vitum það að Aron Pálmarsson lenti í líkamsárás,“ sagði Gaupi um líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur seint í desember.. „Hann kemur inn í liðið og er ekki búinn að ná sér og fær síðan högg í leiknum á móti Tékkum. Læknirinn kemur og segir í fjölmiðlum að hann sé með vægan heilhristing. Það er væntanlega hárrétt hjá lækninum því hann er með stöðugan höfuðverk," segir Guðjón og bætir við: „Læknirinn metur það þannig að hann geti ekki leikið og við getum ekkert gert við því. Mér fannst það skrítið hvað menn voru hrikalega fljótir að gefa þetta út. Það var algjör óþarfi," sagði Guðjón. Hörður benti síðan á það að læknir íslenska liðsins hafi komið fram daginn fyrir leikinn við Dani og talað um að það væri helmingslíkur á því að Aron Pálmarssyni spili. Þá var komið allt annað hljóð hjá honum en svo komu tíðindin í gærmorgun að Aron spili ekki leikinn um kvöldið.Sjá einnig:Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum „Ég kannaði þetta í dag og var búinn að gera það áður. Sérfræðingar segja að ef hann er með höfuðverk þá getur hann ekki spilað. Þá er hann ekki leikfær og því alveg hárrétt ákvörðun að láta hann ekki spila," sagði Guðjón. Það er hægt að sjá alla umræðuna um mál Arons Pálmarssonar í HM-kvöldinu hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson eða Gaupi, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Hörður Magnússon, umsjónarmaður þáttarins, rifjaði það upp þegar Ólafur Stefánsson meiddist á æfingu á HM í Svíþjóð 2011. Þá var strax ákveðið að halda því leyndu eins lengi og mögulegt er. „Þarna kemur læknir íslenska liðsins strax eftir Tékkaleikinn og gefur það út að Aron spili ekki næsta leik. Hvernig lítur þú á þetta mál í heild sinni," spurði Hörður Gaupa. Sjá einnig:Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja eitthvað. Það var nánast allt vitlaust síðast þegar ég sagði að hann væri skyldugur að spila hefði hann heilsu til. Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök. Hann á ekki að vera gapa um þetta því þetta á að koma frá þjálfara liðsins," sagði Gaupi. „Þjálfarinn á að segja að leikmaðurinn sé ekki klár. Ekki læknirinn því hann hefur ekkert með þetta að gera. Það var einhver feluleikur með þetta en við vitum það að Aron Pálmarsson lenti í líkamsárás,“ sagði Gaupi um líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur seint í desember.. „Hann kemur inn í liðið og er ekki búinn að ná sér og fær síðan högg í leiknum á móti Tékkum. Læknirinn kemur og segir í fjölmiðlum að hann sé með vægan heilhristing. Það er væntanlega hárrétt hjá lækninum því hann er með stöðugan höfuðverk," segir Guðjón og bætir við: „Læknirinn metur það þannig að hann geti ekki leikið og við getum ekkert gert við því. Mér fannst það skrítið hvað menn voru hrikalega fljótir að gefa þetta út. Það var algjör óþarfi," sagði Guðjón. Hörður benti síðan á það að læknir íslenska liðsins hafi komið fram daginn fyrir leikinn við Dani og talað um að það væri helmingslíkur á því að Aron Pálmarssyni spili. Þá var komið allt annað hljóð hjá honum en svo komu tíðindin í gærmorgun að Aron spili ekki leikinn um kvöldið.Sjá einnig:Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum „Ég kannaði þetta í dag og var búinn að gera það áður. Sérfræðingar segja að ef hann er með höfuðverk þá getur hann ekki spilað. Þá er hann ekki leikfær og því alveg hárrétt ákvörðun að láta hann ekki spila," sagði Guðjón. Það er hægt að sjá alla umræðuna um mál Arons Pálmarssonar í HM-kvöldinu hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30
Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00
Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18