Askja fagnar 10 ára afmæli Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 14:01 Höfuðstöðvar Öskju að Krókhálsi 11. ,,Þetta er stórt ár fyrir Öskju og við munum fagna þessum áfanga með ýmsum viðburðum á árinu. Við erum ákaflega stolt af því að vera umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia. Bæði merkin hafa gert það mjög gott hjá okkur á undanförnum árum. Mercedes-Benz er elsti bílaframleiðandi í heimi og er með gríðarlega sterka stöðu á lúxusbílamarkaði og er um leið stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum. Þýski lúxusbílaframleiðandinn seldi fleiri bíla á síðasta ári en nokkru sinni áður í 128 ára sögu fyrirtækisins og hér á landi hefur Mercedes-Benz verið mest selda lúxusbílamerkið á undanförnum árum og jafnframt verið með gríðarsterka stöðu í flokki atvinnubíla, vörubíla og hópferðabíla. Þríhyrnda stjarnan er eitt verðmætasta vörumerki heims samkvæmt lista Interbrand's. Kia hefur unnið mjög mikið á hér á landi sem og víðast hvar í heiminum á undanförnum árum. Kia er þriðji mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári sem er frábær árangur. Suður-kóreski bílaframleiðandinn hefur komið fram með nýjar línur á öllum bílum sínum á síðustu fjórum árum sem hafa slegið í gegn hvað varðar fallega hönnun og góða aksturseiginleika auk þess sem þeir eru sparneytnir og umhverfismildir. Þá er Kia með 7 ára ábyrgð sem er lengsta ábyrgð sem nokkur bílaframleiðandi býður upp á í heiminum," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. ,,Framtíðin er björt hjá Öskju og við höfum fullan hug á að halda áfram metnaðarfullu og góðu starfi. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar," segir Jón Trausti. Askja er til húsa í mjög vel búnu og glæsilegu húsnæði á Krókhálsi 11 rétt fyrir neðan golfvöllinn í Grafarholti. Þar er meðal annars að finna fullkomin bílaverkstæði, varahlutaþjónustu og rúmgóðan og bjartan sýningarsal fyrir Mercedes-Benz fólks- og atvinnubifreiðar og Kia fólksbifreiðar. Um 85 manns starfa hjá Öskju. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent
,,Þetta er stórt ár fyrir Öskju og við munum fagna þessum áfanga með ýmsum viðburðum á árinu. Við erum ákaflega stolt af því að vera umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia. Bæði merkin hafa gert það mjög gott hjá okkur á undanförnum árum. Mercedes-Benz er elsti bílaframleiðandi í heimi og er með gríðarlega sterka stöðu á lúxusbílamarkaði og er um leið stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum. Þýski lúxusbílaframleiðandinn seldi fleiri bíla á síðasta ári en nokkru sinni áður í 128 ára sögu fyrirtækisins og hér á landi hefur Mercedes-Benz verið mest selda lúxusbílamerkið á undanförnum árum og jafnframt verið með gríðarsterka stöðu í flokki atvinnubíla, vörubíla og hópferðabíla. Þríhyrnda stjarnan er eitt verðmætasta vörumerki heims samkvæmt lista Interbrand's. Kia hefur unnið mjög mikið á hér á landi sem og víðast hvar í heiminum á undanförnum árum. Kia er þriðji mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári sem er frábær árangur. Suður-kóreski bílaframleiðandinn hefur komið fram með nýjar línur á öllum bílum sínum á síðustu fjórum árum sem hafa slegið í gegn hvað varðar fallega hönnun og góða aksturseiginleika auk þess sem þeir eru sparneytnir og umhverfismildir. Þá er Kia með 7 ára ábyrgð sem er lengsta ábyrgð sem nokkur bílaframleiðandi býður upp á í heiminum," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. ,,Framtíðin er björt hjá Öskju og við höfum fullan hug á að halda áfram metnaðarfullu og góðu starfi. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar," segir Jón Trausti. Askja er til húsa í mjög vel búnu og glæsilegu húsnæði á Krókhálsi 11 rétt fyrir neðan golfvöllinn í Grafarholti. Þar er meðal annars að finna fullkomin bílaverkstæði, varahlutaþjónustu og rúmgóðan og bjartan sýningarsal fyrir Mercedes-Benz fólks- og atvinnubifreiðar og Kia fólksbifreiðar. Um 85 manns starfa hjá Öskju.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent