Svar óskast Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Það er erfitt að vera Woody Allen-aðdáandi í dag. Dylan Farrow, dóttir þessa dýrkaða og dáða kvikmyndagerðarmanns, greindi frá því í opnu bréfi sem birt var í New York Times um helgina að leikstjórinn hefði misnotað sig kynferðislega um árabil þegar hún var barn. Allen hefur lengi verið umdeildur og frægt er orðið þegar hann hélt framhjá kærustu sinni með dóttur hennar. Ásakanirnar um kynferðisofbeldi eru reyndar ekki nýjar af nálinni. Mia Farrow, fyrrverandi kærasta Allens, bar ofbeldið upp á hann í forræðisdeilu um börnin þeirra þrjú árið 1992. En framhjáhaldið yfirtók alla umræðu og þar sem ekki þóttu nægilegar sannanir fyrir misnotkuninni til ákæru varð málið aldrei neitt meira en neðanmálsgrein við skandalinn. En nú hefur Dylan Farrow rofið þögnina og það er erfitt að trúa ekki óhuggulegri frásögn hennar af ofbeldinu og afleiðingum þess. Hún beinir orðum sínum að þeim sem hafa látið ásakanirnar sem vind um eyru þjóta vegna þess að þær eru „orð gegn orði“. Ég get tekið þetta til mín, enda langaði mig frekar að trúa því að móðir Farrow væri snældubilaður og hefnigjarn lygari en að einn af mínum uppáhalds listamönnum væri barnanauðgari. Reyndar breytir bréf Dylan Farrow engu um það að ásakanirnar séu orð gegn orði. En bréfið breytir því hvað mér þykir um Woody Allen. Ég trúi Dylan Farrow þó ég hafi ekki trúað móður hennar. Stóra spurningin er hins vegar: Mun þetta breyta áliti mínu á kvikmyndum Allens? Sumir munu eflaust kjósa að horfa ekki á þær af prinsippástæðum. Það sjónarmið skil ég og virði. Flestar myndirnar eru bráðfyndnar, en er hægt að hlæja með manni sem maður trúir að hafi misnotað barn? Ég veit ekki hver niðurstaðan verður. Fyrirhuguðu Woody Allen-maraþoni er að minnsta kosti frestað um óákveðinn tíma. Maðurinn hefur ekki viljað ræða þetta í meira en tuttugu ár. Núna krefst ég þess að hann svari fyrir ásakanirnar. Annars hættir Annie Hall líklega alveg að vera fyndin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mál Woody Allen Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun
Það er erfitt að vera Woody Allen-aðdáandi í dag. Dylan Farrow, dóttir þessa dýrkaða og dáða kvikmyndagerðarmanns, greindi frá því í opnu bréfi sem birt var í New York Times um helgina að leikstjórinn hefði misnotað sig kynferðislega um árabil þegar hún var barn. Allen hefur lengi verið umdeildur og frægt er orðið þegar hann hélt framhjá kærustu sinni með dóttur hennar. Ásakanirnar um kynferðisofbeldi eru reyndar ekki nýjar af nálinni. Mia Farrow, fyrrverandi kærasta Allens, bar ofbeldið upp á hann í forræðisdeilu um börnin þeirra þrjú árið 1992. En framhjáhaldið yfirtók alla umræðu og þar sem ekki þóttu nægilegar sannanir fyrir misnotkuninni til ákæru varð málið aldrei neitt meira en neðanmálsgrein við skandalinn. En nú hefur Dylan Farrow rofið þögnina og það er erfitt að trúa ekki óhuggulegri frásögn hennar af ofbeldinu og afleiðingum þess. Hún beinir orðum sínum að þeim sem hafa látið ásakanirnar sem vind um eyru þjóta vegna þess að þær eru „orð gegn orði“. Ég get tekið þetta til mín, enda langaði mig frekar að trúa því að móðir Farrow væri snældubilaður og hefnigjarn lygari en að einn af mínum uppáhalds listamönnum væri barnanauðgari. Reyndar breytir bréf Dylan Farrow engu um það að ásakanirnar séu orð gegn orði. En bréfið breytir því hvað mér þykir um Woody Allen. Ég trúi Dylan Farrow þó ég hafi ekki trúað móður hennar. Stóra spurningin er hins vegar: Mun þetta breyta áliti mínu á kvikmyndum Allens? Sumir munu eflaust kjósa að horfa ekki á þær af prinsippástæðum. Það sjónarmið skil ég og virði. Flestar myndirnar eru bráðfyndnar, en er hægt að hlæja með manni sem maður trúir að hafi misnotað barn? Ég veit ekki hver niðurstaðan verður. Fyrirhuguðu Woody Allen-maraþoni er að minnsta kosti frestað um óákveðinn tíma. Maðurinn hefur ekki viljað ræða þetta í meira en tuttugu ár. Núna krefst ég þess að hann svari fyrir ásakanirnar. Annars hættir Annie Hall líklega alveg að vera fyndin.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun