Ekki ætlaðar börnum Þórður Ingi Jónsson skrifar 29. desember 2014 11:30 Kjartan þykir hönnunin á VHS-kápunum skemmtileg. vísir/vilhelm „Fjarsjóðsleit hjá hákörlum“, „Blóðrauða brúðkaupið“ og „Kung fu djöflarnir“ eru nokkrir kvikmyndatitlar sem grípa augað á hinum nýstofnaða Facebook-hóp Íslenzk myndbönd, sem tileinkaður er gömlum kápum á VHS-spólum. „Ekki ætluð börnum – fékk SEX stjörnur hjá Extrablaðinu!“ segir á tveimur kápum, sem vekja án vafa nostalgíu hjá þeim sem muna enn eftir myndbandaleigunum og þessari úreltu en jafnframt sjarmerandi tækni.Ógnvaldurinn (the Blood Beast Terror)„Ég er búinn að vera að safna síðan 1987,“ segir Kjartan Ari Pétursson myndlistarmaður, sem stofnaði hópinn. „Það er svo skemmtileg hönnun á þessum gömlu kápum sem ég er mjög hrifinn af, sérstaklega frá myndböndum Regnbogans, það er þetta einfalda form,“ segir Kjartan. „Þessar fyrstu spólur frá Regnboganum eru teknar beint af filmunum sem voru sýndar í bíóinu, þær eru oft slitnar og rispaðar og það vantar í þær hljóðið stundum, þannig að þú ert að sjá það sem var sýnt til að byrja með í kvikmyndahúsinu.“Ástríður Emmanúellar (Black Cobra Woman)Mikið var gefið út af költ- og B-myndum á Íslandi á þessum tíma. „Eins og í Evrópu virðast þeir hafa verið að gefa út mikið af gömlum breskum hryllingsmyndum, „exploitation“-myndum frá Ítalíu og Frakklandi. Þetta lítur út fyrir að hafa verið mjög líflegt fyrstu árin áður en lögreglan fór í málið,“ segir Kjartan en eins og menn muna kannski eftir var lagt bann við „ofbeldiskvikmyndum“ árið 1982 í kjölfar „video nasty“-deilunnar í Bretlandi. Um var að ræða siðferðiskrísu þar sem ofbeldisfullar hryllingsmyndir voru ritskoðaðar og bannaðar og var því gerður alræmdur listi yfir svokallaðar „video nasties“. Kjartan segist eiga nokkrar af spólunum sem voru á íslenska bannlistanum og eru þær sannkallaðir gullmolar úr kvikmyndasögunni. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Fjarsjóðsleit hjá hákörlum“, „Blóðrauða brúðkaupið“ og „Kung fu djöflarnir“ eru nokkrir kvikmyndatitlar sem grípa augað á hinum nýstofnaða Facebook-hóp Íslenzk myndbönd, sem tileinkaður er gömlum kápum á VHS-spólum. „Ekki ætluð börnum – fékk SEX stjörnur hjá Extrablaðinu!“ segir á tveimur kápum, sem vekja án vafa nostalgíu hjá þeim sem muna enn eftir myndbandaleigunum og þessari úreltu en jafnframt sjarmerandi tækni.Ógnvaldurinn (the Blood Beast Terror)„Ég er búinn að vera að safna síðan 1987,“ segir Kjartan Ari Pétursson myndlistarmaður, sem stofnaði hópinn. „Það er svo skemmtileg hönnun á þessum gömlu kápum sem ég er mjög hrifinn af, sérstaklega frá myndböndum Regnbogans, það er þetta einfalda form,“ segir Kjartan. „Þessar fyrstu spólur frá Regnboganum eru teknar beint af filmunum sem voru sýndar í bíóinu, þær eru oft slitnar og rispaðar og það vantar í þær hljóðið stundum, þannig að þú ert að sjá það sem var sýnt til að byrja með í kvikmyndahúsinu.“Ástríður Emmanúellar (Black Cobra Woman)Mikið var gefið út af költ- og B-myndum á Íslandi á þessum tíma. „Eins og í Evrópu virðast þeir hafa verið að gefa út mikið af gömlum breskum hryllingsmyndum, „exploitation“-myndum frá Ítalíu og Frakklandi. Þetta lítur út fyrir að hafa verið mjög líflegt fyrstu árin áður en lögreglan fór í málið,“ segir Kjartan en eins og menn muna kannski eftir var lagt bann við „ofbeldiskvikmyndum“ árið 1982 í kjölfar „video nasty“-deilunnar í Bretlandi. Um var að ræða siðferðiskrísu þar sem ofbeldisfullar hryllingsmyndir voru ritskoðaðar og bannaðar og var því gerður alræmdur listi yfir svokallaðar „video nasties“. Kjartan segist eiga nokkrar af spólunum sem voru á íslenska bannlistanum og eru þær sannkallaðir gullmolar úr kvikmyndasögunni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira