Þar skriplaði á skötu og haltu kjafti Sara McMahon skrifar 23. desember 2014 07:00 Í dag er Þorláksmessa og það vitum við því sterkur ammoníakfnykur fyllir þegar loftið. Fólk mun brátt setjast til borðs og gæða sér á kæstri skötu útbíaðri í tólg – hefð sem fjölskylda mín hefur aldrei haldið í heiðri. Líklega hafði viðkvæmt lyktarskyn sænskrar ömmu minnar eitthvað með það að gera. Og seinna meir hið næma nef Írans, föður míns. Mín fyrsta reynsla tengd skötuáti átti sér því stað fyrir ekki svo mörgum árum þegar ég vann sem þjónn á veitingastað einum í miðborg Reykjavíkur. Þetta tiltekna veitingahús býður upp á afskaplega vinsæla skötuveislu á Þorláksmessu. Skötuveislan trekkir svo að, að allt tiltækt starfsfólk, þar á meðal ég, var kallað til vinnu til þess að tryggja að allt gengi hratt og örugglega fyrir sig þennan dag. Soltnir gestir tóku að streyma að skömmu fyrir hádegi; þeir hraustustu pöntuðu sér mikið kæsta skötu, byrjendur báðu um lítið kæsta skötu og þeir ævintýragjörnu fóru í skötuplokkarann. Stemningin var góð, gestirnir léttir í lundu og við starfsfólkið líka, þrátt fyrir langa og annasama vakt. Nefiðdofnaði eftir því sem á daginn leið og seinni part dags var ég alveg hætt að finna ammoníakþefinn, sem ég veit þó fyrir víst að lá enn eins og slikja yfir öllu hverfinu. Nokkru eftir miðnætti lauk vaktinni og tími til kominn að halda heim í háttinn, en þegar komið var inn í starfsmannaherbergið var eins og lyktarskynið tæki aftur við sér. Skötulyktin var alltumlykjandi. Hún loddi við hárið, augnhárin, sokkana og fingurna. Égbrá á það ráð að hringja heim til mín og óska eftir því að sá sem heima væri byrjaði strax að láta renna í bað fyrir mig. Við heimkomu stakk ég mér á bólakaf í baðkarið og tók að skrúbba duglega af mér dauninn. Daginn eftir endurók ég leikinn. Súgóða stemning sem ríkti meðal fólks þennan dag stendur mér enn í fersku minni og allar götur síðan hefur mér þótt skötuhefðin nokkuð skemmtileg. Ég hef þó ekki endurtekið leikinn – ætli ég hafi ekki erft lyktarskyn foreldra minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Í dag er Þorláksmessa og það vitum við því sterkur ammoníakfnykur fyllir þegar loftið. Fólk mun brátt setjast til borðs og gæða sér á kæstri skötu útbíaðri í tólg – hefð sem fjölskylda mín hefur aldrei haldið í heiðri. Líklega hafði viðkvæmt lyktarskyn sænskrar ömmu minnar eitthvað með það að gera. Og seinna meir hið næma nef Írans, föður míns. Mín fyrsta reynsla tengd skötuáti átti sér því stað fyrir ekki svo mörgum árum þegar ég vann sem þjónn á veitingastað einum í miðborg Reykjavíkur. Þetta tiltekna veitingahús býður upp á afskaplega vinsæla skötuveislu á Þorláksmessu. Skötuveislan trekkir svo að, að allt tiltækt starfsfólk, þar á meðal ég, var kallað til vinnu til þess að tryggja að allt gengi hratt og örugglega fyrir sig þennan dag. Soltnir gestir tóku að streyma að skömmu fyrir hádegi; þeir hraustustu pöntuðu sér mikið kæsta skötu, byrjendur báðu um lítið kæsta skötu og þeir ævintýragjörnu fóru í skötuplokkarann. Stemningin var góð, gestirnir léttir í lundu og við starfsfólkið líka, þrátt fyrir langa og annasama vakt. Nefiðdofnaði eftir því sem á daginn leið og seinni part dags var ég alveg hætt að finna ammoníakþefinn, sem ég veit þó fyrir víst að lá enn eins og slikja yfir öllu hverfinu. Nokkru eftir miðnætti lauk vaktinni og tími til kominn að halda heim í háttinn, en þegar komið var inn í starfsmannaherbergið var eins og lyktarskynið tæki aftur við sér. Skötulyktin var alltumlykjandi. Hún loddi við hárið, augnhárin, sokkana og fingurna. Égbrá á það ráð að hringja heim til mín og óska eftir því að sá sem heima væri byrjaði strax að láta renna í bað fyrir mig. Við heimkomu stakk ég mér á bólakaf í baðkarið og tók að skrúbba duglega af mér dauninn. Daginn eftir endurók ég leikinn. Súgóða stemning sem ríkti meðal fólks þennan dag stendur mér enn í fersku minni og allar götur síðan hefur mér þótt skötuhefðin nokkuð skemmtileg. Ég hef þó ekki endurtekið leikinn – ætli ég hafi ekki erft lyktarskyn foreldra minna.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun