Magnaðar tónahugleiðslur Jónas Sen skrifar 18. desember 2014 16:00 525 Tónlist: 525 Gunnar Gunnarsson ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Þorgrími Jónssyni Dimma 525 er ekki sérlega krassandi titill á geisladiski. 666 myndi vekja miklu meiri athygli. En 525 hefur líka merkingu, mun háleitari. Sálmur nr. 525 í sálmabók kirkjunnar er friðarbæn Páls Kolka, Til þín, Drottinn hnatta og heima. Við hana samdi Þorkell Sigurbjörnsson undurfagurt lag. Það er að finna á geisladiski Gunnars Gunnarssonar, sem er m.a. organisti Fríkirkjunnar. Þetta er samt ekki sálmadiskur í venjulegum skilningi. Gunnar hefur áður vakið athygli fyrir óhefðbundnar djassútsetningar á íslenskum sálmum og diskurinn nú er einmitt í þeim anda . Þarna eru tvö lög úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Ég hef ekki heyrt passíuna sjálfa, en lögin hér hljóma ákaflega fallega. Þau eru þýð og yfir þeim er heillandi ferskleiki. Hið magnaða lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiði, Allt eins og blómstrið eina, kemur líka prýðilega út í útsetningu Gunnars. Lagið er grípandi og útsetningin er látlaus og innhverf. Hún er nánast eins og hugleiðsla í stofunni heima eftir að hafa séð óperuna á sviði. Það er mögnuð upplifun. Aðdáunarvert er hversu Gunnari tekst að gera lögin að sínum, án þess að stela þeim. Lögin eru allskonar, hinn fyrrnefndi sálmur nr. 525, einnig Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson, Hinsta kveðja eftir Sigurð Flosason og fleira. En persónuleiki Gunnars er í þeim öllum. Maður fær nýja sýn á lögin, akkúrat eins og góð útsetning á að framkalla. Hljóðfæraleikurinn á geisladiskinum er flottur. Gunnar spilar af unaðslegri litfegurð á píanóið, Ásgeir Ásgeirsson er innblásinn á gítarinn og kontrabassaleikur Þorgríms Jónssonar er kvikur og áleitinn. Það gerist varla betra.Niðurstaða: Einstaklega heillandi djassútsetningar og flutningur á nokkrum perlum íslenskra sálmatónbókmennta. Gagnrýni Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist: 525 Gunnar Gunnarsson ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Þorgrími Jónssyni Dimma 525 er ekki sérlega krassandi titill á geisladiski. 666 myndi vekja miklu meiri athygli. En 525 hefur líka merkingu, mun háleitari. Sálmur nr. 525 í sálmabók kirkjunnar er friðarbæn Páls Kolka, Til þín, Drottinn hnatta og heima. Við hana samdi Þorkell Sigurbjörnsson undurfagurt lag. Það er að finna á geisladiski Gunnars Gunnarssonar, sem er m.a. organisti Fríkirkjunnar. Þetta er samt ekki sálmadiskur í venjulegum skilningi. Gunnar hefur áður vakið athygli fyrir óhefðbundnar djassútsetningar á íslenskum sálmum og diskurinn nú er einmitt í þeim anda . Þarna eru tvö lög úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Ég hef ekki heyrt passíuna sjálfa, en lögin hér hljóma ákaflega fallega. Þau eru þýð og yfir þeim er heillandi ferskleiki. Hið magnaða lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiði, Allt eins og blómstrið eina, kemur líka prýðilega út í útsetningu Gunnars. Lagið er grípandi og útsetningin er látlaus og innhverf. Hún er nánast eins og hugleiðsla í stofunni heima eftir að hafa séð óperuna á sviði. Það er mögnuð upplifun. Aðdáunarvert er hversu Gunnari tekst að gera lögin að sínum, án þess að stela þeim. Lögin eru allskonar, hinn fyrrnefndi sálmur nr. 525, einnig Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson, Hinsta kveðja eftir Sigurð Flosason og fleira. En persónuleiki Gunnars er í þeim öllum. Maður fær nýja sýn á lögin, akkúrat eins og góð útsetning á að framkalla. Hljóðfæraleikurinn á geisladiskinum er flottur. Gunnar spilar af unaðslegri litfegurð á píanóið, Ásgeir Ásgeirsson er innblásinn á gítarinn og kontrabassaleikur Þorgríms Jónssonar er kvikur og áleitinn. Það gerist varla betra.Niðurstaða: Einstaklega heillandi djassútsetningar og flutningur á nokkrum perlum íslenskra sálmatónbókmennta.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira