Þjóðarsátt er óumflýjanleg Fanney Birna Jóndóttir skrifar 12. desember 2014 12:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurði stjórnarandstöðuna að því í vikunni hvort það væri sanngjörn krafa, í ljósi þess að almennur læknir á Landspítalanum væri með um 1,1 milljón á mánuði í heildarlaun og yfirlæknar með um 1.350 þúsund, að við þá upphæð bættist um það bil ein meðalmánaðarlaun fólks í landinu til að leysa læknaverkfallsdeiluna. Ekki fékkst svar við spurningunni á þinginu í gær enda snýst læknadeilan öll um hana. Deilan hefur nú varað í 60 daga og ekkert bendir til að það styttist í að henni ljúki. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að búið væri að fresta rúmlega 700 aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað. Rætt var við mann sem hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga. Hann liggur inni á kaffistofu, þar sem allar stofur eru yfirfullar. Sjúklingurinn veit ekki enn hvað að honum amar þar sem hann hefur ekki enn undirgengist nauðsynlegar rannsóknir. Í dag segjum við svo frá því að sjúklingur í einangrun vegna sýkingarhættu þurfi á liggja inni á klósetti vegna plássleysis. Þetta úrræði er víst algengt. Í aðsendri grein í blaðinu í gær sagði Agnar H. Andrésson, hagfræðingur og læknanemi, frá því að kaupmáttarskerðing lækna síðustu sjö árin nemi um 20 prósentum. Þeir hafi setið eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag samtímis. Margir læknar hafi sagt starfi sínu lausu eða séu að íhuga það alvarlega. Samfara því séu fáir læknar að flytja heim með fjölskyldur sínar til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Hvernig á að leysa þetta? Ástandið hlýtur að enda einhvern veginn og kostirnir eru ekki sérlega margir. Í fyrsta lagi geta læknar sætt sig við mun minni launahækkanir en þeir krefjast í dag og fallist þannig á tilboð ríkisins. Í öðru lagi getur ríkið fallist á kröfur lækna og hækkað laun þeirra umtalsvert. Í þriðja og síðasta lagi geta báðir séð að núverandi staða, bæði vegna afleiðinga verkfallsins sem og stöðunnar sem var uppi löngu áður en læknar ákváðu að leggja niður störf, er alveg út úr kortinu og slakað á kröfum sínum. Fyrsti kosturinn er útilokaður. Læknarnir hafa sýnt tennurnar óhikað undanfarið og stefnir í enn harðari og líklegast hættulegri aðgerðir þeirra eftir áramót. Þeim er alvara. Eftir standa kostir tvö og þrjú. Bjarni heldur á veskinu fyrir ríkisstjórnina. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðugleika og telur erfitt að fylgja þeirri slóð ef ein stétt fær launahækkun um marga tugi prósenta með sambærilegum kröfum allra annarra stétta opinberra starfsmanna í kjölfarið. Líklegast er blanda af kostum tvö og þrjú eina færa leiðin. Ástandið í heilbrigðismálum, bæði hvað varðar launakjör lækna en einnig allan annan aðbúnað, er orðið þannig að þjóðin ber skaða af. Einhvers konar þjóðarsátt þegar kemur að launahækkunum lækna er óumflýjanleg. Íslendingar, þar með taldar allar opinberar stéttir, hljóta að vilja sættast á það að allt sé gert til þess að halda læknum í landinu. Gera aðbúnað þeirra, og sjúklinga, ásættanlegan og búa þannig í haginn að hér getum við lifað óhrædd við að veikjast eða lenda í slysum. Við getum augljóslega ekki hækkað laun allra um tugi prósenta án þess að allt fari hér á hliðina. En læknastéttin er forsenda þess að við getum verið hér yfirhöfuð. Svörum spurningu Bjarna og höldum áfram. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurði stjórnarandstöðuna að því í vikunni hvort það væri sanngjörn krafa, í ljósi þess að almennur læknir á Landspítalanum væri með um 1,1 milljón á mánuði í heildarlaun og yfirlæknar með um 1.350 þúsund, að við þá upphæð bættist um það bil ein meðalmánaðarlaun fólks í landinu til að leysa læknaverkfallsdeiluna. Ekki fékkst svar við spurningunni á þinginu í gær enda snýst læknadeilan öll um hana. Deilan hefur nú varað í 60 daga og ekkert bendir til að það styttist í að henni ljúki. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að búið væri að fresta rúmlega 700 aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað. Rætt var við mann sem hefur verið fastur á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga. Hann liggur inni á kaffistofu, þar sem allar stofur eru yfirfullar. Sjúklingurinn veit ekki enn hvað að honum amar þar sem hann hefur ekki enn undirgengist nauðsynlegar rannsóknir. Í dag segjum við svo frá því að sjúklingur í einangrun vegna sýkingarhættu þurfi á liggja inni á klósetti vegna plássleysis. Þetta úrræði er víst algengt. Í aðsendri grein í blaðinu í gær sagði Agnar H. Andrésson, hagfræðingur og læknanemi, frá því að kaupmáttarskerðing lækna síðustu sjö árin nemi um 20 prósentum. Þeir hafi setið eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag samtímis. Margir læknar hafi sagt starfi sínu lausu eða séu að íhuga það alvarlega. Samfara því séu fáir læknar að flytja heim með fjölskyldur sínar til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Hvernig á að leysa þetta? Ástandið hlýtur að enda einhvern veginn og kostirnir eru ekki sérlega margir. Í fyrsta lagi geta læknar sætt sig við mun minni launahækkanir en þeir krefjast í dag og fallist þannig á tilboð ríkisins. Í öðru lagi getur ríkið fallist á kröfur lækna og hækkað laun þeirra umtalsvert. Í þriðja og síðasta lagi geta báðir séð að núverandi staða, bæði vegna afleiðinga verkfallsins sem og stöðunnar sem var uppi löngu áður en læknar ákváðu að leggja niður störf, er alveg út úr kortinu og slakað á kröfum sínum. Fyrsti kosturinn er útilokaður. Læknarnir hafa sýnt tennurnar óhikað undanfarið og stefnir í enn harðari og líklegast hættulegri aðgerðir þeirra eftir áramót. Þeim er alvara. Eftir standa kostir tvö og þrjú. Bjarni heldur á veskinu fyrir ríkisstjórnina. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðugleika og telur erfitt að fylgja þeirri slóð ef ein stétt fær launahækkun um marga tugi prósenta með sambærilegum kröfum allra annarra stétta opinberra starfsmanna í kjölfarið. Líklegast er blanda af kostum tvö og þrjú eina færa leiðin. Ástandið í heilbrigðismálum, bæði hvað varðar launakjör lækna en einnig allan annan aðbúnað, er orðið þannig að þjóðin ber skaða af. Einhvers konar þjóðarsátt þegar kemur að launahækkunum lækna er óumflýjanleg. Íslendingar, þar með taldar allar opinberar stéttir, hljóta að vilja sættast á það að allt sé gert til þess að halda læknum í landinu. Gera aðbúnað þeirra, og sjúklinga, ásættanlegan og búa þannig í haginn að hér getum við lifað óhrædd við að veikjast eða lenda í slysum. Við getum augljóslega ekki hækkað laun allra um tugi prósenta án þess að allt fari hér á hliðina. En læknastéttin er forsenda þess að við getum verið hér yfirhöfuð. Svörum spurningu Bjarna og höldum áfram. Það er nóg komið.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun