Gagnrýnir Warner vegna The Devils 11. desember 2014 14:00 Guillermo Del Toro Leikstjórinn er afar ósáttur við vinnubrögð Warner Bros. Vísir/Getty Guillermo del Toro hefur gagnrýnt kvikmyndaverið Warner Bros. fyrir að koma í veg fyrir að hið umdeilda breska trúardrama, The Devils, verði gefið út á mynddiski í Bandaríkjunum. Myndin kom út árið 1971 í leikstjórn Kens Russell en Warner Bros. fjármagnaði myndina. „Það eru öfl hjá Warner Bros. sem leyfa fólki ekki að sjá myndina,“ sagði del Toro í fyrirlestri í Toronto. Þar átti hann við umfjöllunarefni myndarinnar sem snýst um að djöfullinn taki sér bólfestu í fólki og einnig særingar á 18. öld í Frakklandi. Leikstjórinn, sem á að baki Pan's Labyrinth og Hellboy-myndirnar, er mikill aðdáandi The Devils. Að sögn del Toro hefur Warner Bros neitað að gefa út upprunalegu útgáfuna sem Russell bjó til upp úr bók Aldous Huxley, The Devils of Loudun, rúmlega 40 árum eftir að hún var gerð. „Mjög fáir hafa séð þessa mynd. Á Englandi er bara hægt að sjá hana ef það á að nota hana í menntunarskyni,“ sagði hann. „Þetta er ekkert slys. Þetta er ekki vegna skorts á eftirspurn. Þetta er ekkert annað en ritskoðun. Það er ekki verið að fara í kringum hlutina,“ bætti hann við. Í The Devils leikur Vanessa Redgrave brjálaða nunnu sem sakar prest, sem Oliver Reed leikur, um að vera seiðkarl. Breska kvikmyndastofnunin gaf út þessa upprunalegu útgáfu Russells á sínum tíma í Bretlandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Guillermo del Toro hefur gagnrýnt kvikmyndaverið Warner Bros. fyrir að koma í veg fyrir að hið umdeilda breska trúardrama, The Devils, verði gefið út á mynddiski í Bandaríkjunum. Myndin kom út árið 1971 í leikstjórn Kens Russell en Warner Bros. fjármagnaði myndina. „Það eru öfl hjá Warner Bros. sem leyfa fólki ekki að sjá myndina,“ sagði del Toro í fyrirlestri í Toronto. Þar átti hann við umfjöllunarefni myndarinnar sem snýst um að djöfullinn taki sér bólfestu í fólki og einnig særingar á 18. öld í Frakklandi. Leikstjórinn, sem á að baki Pan's Labyrinth og Hellboy-myndirnar, er mikill aðdáandi The Devils. Að sögn del Toro hefur Warner Bros neitað að gefa út upprunalegu útgáfuna sem Russell bjó til upp úr bók Aldous Huxley, The Devils of Loudun, rúmlega 40 árum eftir að hún var gerð. „Mjög fáir hafa séð þessa mynd. Á Englandi er bara hægt að sjá hana ef það á að nota hana í menntunarskyni,“ sagði hann. „Þetta er ekkert slys. Þetta er ekki vegna skorts á eftirspurn. Þetta er ekkert annað en ritskoðun. Það er ekki verið að fara í kringum hlutina,“ bætti hann við. Í The Devils leikur Vanessa Redgrave brjálaða nunnu sem sakar prest, sem Oliver Reed leikur, um að vera seiðkarl. Breska kvikmyndastofnunin gaf út þessa upprunalegu útgáfu Russells á sínum tíma í Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira