Skoðunar er þörf Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. desember 2014 07:00 Fagna ber birtingu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á skýrslu um pyntingar sem CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, beitti undir yfirskini baráttunnar við hryðjuverk. Um er að ræða stríðsglæpi sem ekki eiga að líðast. Liður í því að slíkt endurtaki sig ekki er að upplýst verði að fullu um athæfið nú. Vonandi fá gengið eftir kröfur um að bandarískir ráða- og embættismenn sem stóðu að óhugnaðinum verði sóttir til saka fyrir athæfið. Í yfirlýsingu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í gær er enda bent á að sækja eigi fólk til saka fyrir pyntingar, rétt eins og fólk sé sótt til saka fyrir aðra glæpi, hvort sem viðkomandi hafi sjálfir tekið þátt í pyntingum, gefið öðrum skipanir um að pynta eða gert öðrum auðveldara fyrir að pynta. „Þeir geta ekki bara notið refsileysis vegna pólitískrar hentistefnu,“ segir í yfirlýsingunni sem vitnað er til í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, rifjaði upp í umræðum á Alþingi í gær að Ísland væri meðal þeirra landa sem heimilað hefðu CIA flug með fanga í lofthelgi sinni. Slíkar vélar hafa líka lent hér og tekið vistir, án þess þó, að því er virðist, að gengið hafi verið úr skugga um hvort fangar væru um borð. Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu leyniþjónustunefndarinnar bandarísku þá gæti flutningurinn sjálfur jafnvel flokkast sem pyntingar vegna þeirrar meðferðar sem fangarnir voru látnir sæta. Vitnað er til nokkurra skýrslna CIA þar sem aðferðum við fangaflutninginn er lýst og ljósmyndir birtar af flutningnum. Á myndunum kemur fram að fangarnir hafi alla jafna verið með hettu á höfði og hlekkjaðir á höndum og fótum. „Fangarnir voru látnir vera með eyrnaskjól til að skerða heyrn þeirra og þau voru venjulega fest með einangrunarlímbandi sem vafið var um höfuð fangans. Fangar CIA voru látnir klæðast bleyjum og neitað um að nota salerni um borð í flugvélinni,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að farið hafi eftir flugvélinni hvort fangarnir voru bundnir í sæti, eða hafðir í böndum á gólfi vélarinnar, líkt og um farm væri að ræða. Nógu skammarlegt er fyrir þessa þjóð að ráðamenn hafi látið hafa sig út í að vera á lista „viljugra þjóða“ sem studdu innrásina í Írak á upplognum sökum um gereyðingarvopn, þótt hún sé ekki líka bendluð við glæpsamlegar pyntingar Bandaríkjamanna. Upplýsa þarf um hver vissi hvað í íslensku stjórnkerfi í tengslum við fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna. Eitt er að standa að pyntingum og annað að liðka fyrir eða stuðla að slíku framferði með aðgerðum eða aðgerðaleysi. Refsilaust á það ekki að vera hafi hér innanlands einhver vitandi lagt slíkum glæpum lið. Í öllu falli þarf að upplýsa um málið. Fyrst Bandaríkjamenn sýna þann manndóm að ráðast í svo erfiða tiltekt hjá sér, þá ætti það ekki að vefjast fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Fagna ber birtingu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á skýrslu um pyntingar sem CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, beitti undir yfirskini baráttunnar við hryðjuverk. Um er að ræða stríðsglæpi sem ekki eiga að líðast. Liður í því að slíkt endurtaki sig ekki er að upplýst verði að fullu um athæfið nú. Vonandi fá gengið eftir kröfur um að bandarískir ráða- og embættismenn sem stóðu að óhugnaðinum verði sóttir til saka fyrir athæfið. Í yfirlýsingu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í gær er enda bent á að sækja eigi fólk til saka fyrir pyntingar, rétt eins og fólk sé sótt til saka fyrir aðra glæpi, hvort sem viðkomandi hafi sjálfir tekið þátt í pyntingum, gefið öðrum skipanir um að pynta eða gert öðrum auðveldara fyrir að pynta. „Þeir geta ekki bara notið refsileysis vegna pólitískrar hentistefnu,“ segir í yfirlýsingunni sem vitnað er til í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, rifjaði upp í umræðum á Alþingi í gær að Ísland væri meðal þeirra landa sem heimilað hefðu CIA flug með fanga í lofthelgi sinni. Slíkar vélar hafa líka lent hér og tekið vistir, án þess þó, að því er virðist, að gengið hafi verið úr skugga um hvort fangar væru um borð. Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu leyniþjónustunefndarinnar bandarísku þá gæti flutningurinn sjálfur jafnvel flokkast sem pyntingar vegna þeirrar meðferðar sem fangarnir voru látnir sæta. Vitnað er til nokkurra skýrslna CIA þar sem aðferðum við fangaflutninginn er lýst og ljósmyndir birtar af flutningnum. Á myndunum kemur fram að fangarnir hafi alla jafna verið með hettu á höfði og hlekkjaðir á höndum og fótum. „Fangarnir voru látnir vera með eyrnaskjól til að skerða heyrn þeirra og þau voru venjulega fest með einangrunarlímbandi sem vafið var um höfuð fangans. Fangar CIA voru látnir klæðast bleyjum og neitað um að nota salerni um borð í flugvélinni,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að farið hafi eftir flugvélinni hvort fangarnir voru bundnir í sæti, eða hafðir í böndum á gólfi vélarinnar, líkt og um farm væri að ræða. Nógu skammarlegt er fyrir þessa þjóð að ráðamenn hafi látið hafa sig út í að vera á lista „viljugra þjóða“ sem studdu innrásina í Írak á upplognum sökum um gereyðingarvopn, þótt hún sé ekki líka bendluð við glæpsamlegar pyntingar Bandaríkjamanna. Upplýsa þarf um hver vissi hvað í íslensku stjórnkerfi í tengslum við fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna. Eitt er að standa að pyntingum og annað að liðka fyrir eða stuðla að slíku framferði með aðgerðum eða aðgerðaleysi. Refsilaust á það ekki að vera hafi hér innanlands einhver vitandi lagt slíkum glæpum lið. Í öllu falli þarf að upplýsa um málið. Fyrst Bandaríkjamenn sýna þann manndóm að ráðast í svo erfiða tiltekt hjá sér, þá ætti það ekki að vefjast fyrir okkur.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun