Nicole Kidman segir að árið 2014 hafi verið það erfiðasta hjá fjölskyldu sinni til þessa. Faðir hennar, Dr. Antony Kidman, lést úr hjartaáfalli í Singapúr í september, 75 ára að aldri.
„Þetta ár verður eitt það erfðasta sem fjölskyldan okkar hefur nokkru sinni gengið í gegnum, ég meina það allra erfiðasta,“ sagði leikkonan við Sydney Daily Telegraph.
„Ég vil tala um þetta því ég vil halda minningu hans á lofti,“ sagði hún og bætti við. „Eins og allar fjölskyldur vita, þá verða þær nánari þegar þær verða fyrir missi. Við verðum að vernda hvert annað.“

