Kvikmynd er í bígerð um fyrsta stefnumót bandarísku forsetahjónanna, Barack og Michelle Obama. Entertainment Weekly staðfestir þetta en myndin, sem mun heita Southside With You, er framleidd af kvikmyndafyrirtækinu Homegrown Pictures.
Leikkonan Tika Sumpter mun leika Michelle en nú er verið að leita að rétta leikaranum fyrir Barack.
Myndin fjallar um daginn sem Michelle Robinson samþykkti að fara á stefnumót með hinum unga Obama, sem var í starfsþjálfun hjá Michelle á lögfræðistofunni Sidley Austin í Chicago.
Richard Tanne skrifaði handrit myndarinnar en hann mun einnig leikstýra. Tökur eiga að hefjast næsta sumar í Chicago.

